Sport

Sendir landsliðsmönnum sínum aðvörun

Steve McClaren er greinilega að hrista upp í enska landsliðshópnum og ætlar ekki að láta menn sofna á verðinum
Steve McClaren er greinilega að hrista upp í enska landsliðshópnum og ætlar ekki að láta menn sofna á verðinum NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren hefur sent þeim leikmönnum sem verið hafa inn og út úr enska landsliðshópnum aðvörun og segir að ef menn ætli sér að vinna sér fast sæti í liði sínu - verði þeir á sama hátt að vera fastamenn í félagsliðum sínum.

Þessi aðvörun er sérstaklega talin beinast að leikmönnum eins og Jermaine Defoe hjá Tottenham og Shaun Wright Phillips hjá Chelsea, því þó þeir séu vissulega góðir knattspyrnumenn, hafa þeir alls ekki náð að festa sig í sessi með félagsliðum sínum. Steve McClaren vill ekki nafngreina þessa menn, en segir afar nauðsynlegt að hörð samkeppni sé um stöður í enska landsliðinu.

"Ég ætla ekki að nefna einstaka leikmenn, en það eru nokkrir menn sem lafa í hópnum og nokkrir utan hans sem gera tilkall til sætis í honum. Við veljum leikmenn með tilliti til frammistöðu þeirra með félagsliðum sínum og það sem ég vil er hörð samkeppni um sæti í hópnum. Ég vil ekki að nokkur einasti maður fái það á tilfinninguna að hann eigi fast sæti í liðinu og enginn á að




Fleiri fréttir

Sjá meira


×