Lífið

Björn spilar á Lincoln Center í New York

Birni Thoroddsen hefur, fyrstum íslenskra jazztónlistarmanna, verið boðið að leika á hinum virta tónleikastað Lincoln Center í New York. Birni hefur verið boðið að leika þar ásamt hljómsveit sinni Cold Front 2. október n.k.

Björn Thoroddsen og Cold Front voru valdir úr hópi fjölmargra kanditata, sem á ári hverju koma til álita að leika í hinnu virtu tónleikahöll. Það er hverjum tónlistarmanni mikil upphefð að leika í Lincoln Center, sem er Mekka tónlistar í New York, en aðeins þeim allra bestu í faginu gefst kostur á að leika þar.

Þetta er mikill heiður fyrir Björn, því ekki er vitað til þess að annar íslenskur djasstónlistarmaður hafi leikið þar áður. Cold Front er skipað, auk Björns, Bandaríkjamanninum Steve Kirby og Kanadamanninum Dr.Richard Gillis.

Björn er löngu kunnur orðinn, jafnt hérlendis sem erlendis og af mörgum talinn meðal færustu jazzgítarleikara Evrópu. Hann hefur gefið út fjölmargar hljómplötur og nýtur mikillar virðingar. Steve Kirby bassaleikari hefur leikið með öllum helstu stórstjörnum Ameríkujazzins s.s Wynton Marsalis, James Carter, Elvin Jones, Cyrus Chestnut o.fl.

Dr. Richard Gillis er er mjög framarlega í sínu fagi í Kanada og starfar m.a. sem stjórnandi Stórsveitar Winnipegborgar. Cold Front hefur gefið ú einn hljómdisk "Cold Front" og hlaut titillag disksins "Íslensku Tónlistarverðaunin" sem besta jazztónsmíð ársins. Cold Front er gefin út af Zonet útgáfunni.

Boðið til Björns og hljómsveitar hans kom í gegnum Viðskiptastofu Íslands í New York.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.