Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum hækkaði talsvert í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta í 5,25 prósentur. Þetta er 17. stýrivaxtahækkunin í Bandaríkjunum en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að hækkanaferlið væri brátt á enda.

Hækkunin kom mönnum ekki á óvart enda höfðu flestir spáð 25 punkta hækkun.

Gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar hækkað um 217 punkta við lokun markaða í gær eða 2 prósent en Nasdaq hátæknivísitalan hækkað um 62,54 punkta eða tæp 3 prósent. Nasdaq vísitalan hefur ekki hækkað jafn mikið síðan í mars árið 2004.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×