Lífið

Katrín Óskarsdóttir sýnir á Hvolsvelli

Katrín Óskarsdóttir hefur opnað sýningu á teikningum og vatnslitamyndum í Galleríi Sögusetursins á Hvolsvelli.

Karín Óskarsdóttir lauk námi í Grafískri hönnun frá Myndlista-og handíðaskólanum árið 1974 og hefur haldið nokkrar einkasýningar á undanförnum árum. Katrín vann um skeið á auglýsingastofu og var síðar sjálfstætt starfandi við skiltagerð, uppsetningu sýningarbása og við gluggaskreytingar.

Á sýningunni í Galleríi Sögusetursins sýnir Katrín Óskarsdóttir eins og áður getur vatnslitamyndir. Sumar þeirra eru málaðar eftir gömlum ljósmyndum og í þeim tilvikum má sjá gömlu ljósmyndirnar til hliðar við vatnslitamyndirnar. Annað myndefni er sótt til Heklu og nánasta umhverfi Hvolhrepps en Katrín er búsett í Miðtúni við Hvolsvöll.

Sunnudaginn 25.júní verður fomleg opnun á sýningunni þar sem léttr veitingar verða á boðstólum. Allir velunnarar og áhugamenn um myndlist eru velkomnir á opnunina sem verður kl. 15.00-18.00.

Sýningin stendur til 7.júlí og er opin virka daga kl. 9.00-18.00 og um helgar kl. 10.00-18.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.