Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld 8. júní 2006 10:30 Íslensk tónskáld eru atkvæðamikil þessa dagana í tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nýlokið er vel heppnuðum flutningi á nýrri sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar þegar æfingar hefjast á nýjum fiðlukonsert eftir Áskel Másson. Konsertinn tileinkar Áskell einleikara verskins, sjálfum konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar, Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Áskell segir svo frá í efnisskrá: „Verkið byggir aðallega á þremur stefjum eða laglínum: aðalstefi sem er umbreytt gerð ljúflingslags sem ég samdi 1984 handa dóttur minni nýfæddri, fúgustefi sem ég samdi á námsárum mínum í Lundúnum og loks þjóðlagi úr Þingeyjarsýslunni, „Bar svo til í byggðum." Stefin hefjast ýmist á fallandi þríund eða hálftónsbilum. Eins og kannski má búast við í fiðlukonsert er mikil áhersla lögð á lagræna úrvinnslu. Þannig eru oft tvö eða þrjú stefjabrot brædd saman í eitt, en einnig vildi ég setja fiðluna í ólík hljóðumhverfi og því gegna tónalitir hljóðfæranna og samsetningar þeirra mikilvægu hlutverki. Stemmdar steinhellur frá Húsafelli og gong frá Asíu setja svip sinn á litróf verksins ásamt bjöllukenndum hljómi selestu, hörpu, víbrafóns, klukkuspils og crotales, eða forn-málmgjöllum. Sex einleiks-kontrabassar mynda bakgrunn einleikshljóðfærisins á einum stað í verkinu þar sem gömlum stefjabrotum er teflt saman. Einnig má nefna að eftir kadensuna kemur fram ný gerð aðalstefsins, að þessu sinni í e.k. marsa-stíl. Sigrún Eðvaldsdóttir hefur löngum haft yndi af að leika nýja tónlist og fleiri tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana verk og tileinkað henni. Hennar er getið sem einum af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century sem kom út árið 1997 og einnig í Tónlistartímaritinu le Monde de la Musique árið 1998. Það ár var Sigrún sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún hefur leikið inn á hljómdiska fyrir ÍTM, Steinar hf. og Chandos. Sigrún hefur gegnt stöðu 1. Konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 en með hljómsveitinni hefur hún margoft komið fram sem einleikari. Árið 2005 flutti hún allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á Listahátið í Reykjavík Einnig verður á dagskrá tónleikanna Sinfónía nr. 11 eftir Dímítríj Sjostakovits. Á fimmtugsafmæli sínu árið 1956 ritaði sovéska tónskáldið Dímítríj Sjostakovítsj (1906-1975) grein í tímaritið „Sovetskaya Muzyka" þar sem hann lýsti nýrri sinfóníu sem hann var með í smíðum. „Yrkisefni sinfóníunnar er byltingin 1905. Ég dái þetta tímabil föðurlands okkar, sem birtist okkur svo glöggt í gömlum byltingarsöngvum verkamanna. Ég veit ekki enn hvort ég mun vitna í þessa söngva í sinfóníunni, en tónmál hennar verður vafalaust í anda þeirra." Það sem kemur helst á óvart við svona yfirlýsingu er að nokkur skuli hafa tekið mark á henni, svo oft hafði Sjostakovítsj lofað einhverju í „næsta verki" sem síðan stóðst alls ekki. Þegar upp var staðið var hin nýja sinfónía þó mjög í ætt við það sem tónskáldið gaf í skyn. Hún fjallar um byltinguna 1905 - a.m.k. á yfirborðinu. Sjostakovítsj vitnar í byltingarsöngva, þó ekki þannig að þeir skeri sig úr á nokkurn hátt, heldur fléttar hann þá saman við eigin stef þannig að erfitt er að greina á milli. Verkið hlaut afburða góðar viðtökur. Sovéskir gagnrýnendur töluðu um „gríðarlegan raunsæiskraft" tónlistarinnar og sögðu byltingarsöngvana gera verkið „aðgengilegra en fyrri sinfóníur tónskáldsins." Ellefta sinfónían var tileinkuð 40 ára afmæli Októberbyltingarinnar, og bætti því á vissan hátt fyrir hneykslið tíu árum áður, þegar Sjostakovítsj samdi ekki verk í tilefni af 30 ára afmælinu eins og honum bar nánast skylda til. Sinfónían var frumflutt í Moskvu 30. október 1957 og hlaut Lenín-verðlaunin ári síðar. Að hve miklu leyti var Sjostakovítsj að „þóknast yfirvöldum" með hinu nýja verki? Yfirskriftin, „Árið 1905," gefur ákveðna vísbendingu um innihaldið, en segir kannski ekki alla söguna. Sunnudaginn 9. janúar 1905 (22. janúar samkvæmt vestrænu tímatali) söfnuðust þúsundir manna saman fyrir framan Vetrarhöllina í St. Pétursborg. Stríð Rússlands við Japan árið áður hafði rústað fjárhag landsins og alþýða manna átti vart til hnífs og skeiðar. Mannfjöldinn safnaðist saman á torginu með íkona sína og til stóð að færa keisaranum, Nikulási II, bænaskrá. Mótmælin áttu að fara friðsamlega fram, en keisarinn og ráðgjafar hans túlkuðu allt á versta veg. Nikulás II fór með leynd úr borginni og sigaði hermönnum sínum á fólkið. Þegar yfir lauk höfðu hersveitir keisarans myrt hundruð manna og sært enn fleiri. Enn í dag er fjöldamorðið á saklausum borgurum í Pétursborg árið 1905 talin ein dekksta stundin í sögu Rússlands á 20. öld - og er þó af nógu að taka. Efnisskrá tónleikanna má lesa á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands:http://sinfonia.is/default.asp?page_id=7012 Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Íslensk tónskáld eru atkvæðamikil þessa dagana í tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nýlokið er vel heppnuðum flutningi á nýrri sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar þegar æfingar hefjast á nýjum fiðlukonsert eftir Áskel Másson. Konsertinn tileinkar Áskell einleikara verskins, sjálfum konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar, Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Áskell segir svo frá í efnisskrá: „Verkið byggir aðallega á þremur stefjum eða laglínum: aðalstefi sem er umbreytt gerð ljúflingslags sem ég samdi 1984 handa dóttur minni nýfæddri, fúgustefi sem ég samdi á námsárum mínum í Lundúnum og loks þjóðlagi úr Þingeyjarsýslunni, „Bar svo til í byggðum." Stefin hefjast ýmist á fallandi þríund eða hálftónsbilum. Eins og kannski má búast við í fiðlukonsert er mikil áhersla lögð á lagræna úrvinnslu. Þannig eru oft tvö eða þrjú stefjabrot brædd saman í eitt, en einnig vildi ég setja fiðluna í ólík hljóðumhverfi og því gegna tónalitir hljóðfæranna og samsetningar þeirra mikilvægu hlutverki. Stemmdar steinhellur frá Húsafelli og gong frá Asíu setja svip sinn á litróf verksins ásamt bjöllukenndum hljómi selestu, hörpu, víbrafóns, klukkuspils og crotales, eða forn-málmgjöllum. Sex einleiks-kontrabassar mynda bakgrunn einleikshljóðfærisins á einum stað í verkinu þar sem gömlum stefjabrotum er teflt saman. Einnig má nefna að eftir kadensuna kemur fram ný gerð aðalstefsins, að þessu sinni í e.k. marsa-stíl. Sigrún Eðvaldsdóttir hefur löngum haft yndi af að leika nýja tónlist og fleiri tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana verk og tileinkað henni. Hennar er getið sem einum af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century sem kom út árið 1997 og einnig í Tónlistartímaritinu le Monde de la Musique árið 1998. Það ár var Sigrún sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún hefur leikið inn á hljómdiska fyrir ÍTM, Steinar hf. og Chandos. Sigrún hefur gegnt stöðu 1. Konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 en með hljómsveitinni hefur hún margoft komið fram sem einleikari. Árið 2005 flutti hún allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á Listahátið í Reykjavík Einnig verður á dagskrá tónleikanna Sinfónía nr. 11 eftir Dímítríj Sjostakovits. Á fimmtugsafmæli sínu árið 1956 ritaði sovéska tónskáldið Dímítríj Sjostakovítsj (1906-1975) grein í tímaritið „Sovetskaya Muzyka" þar sem hann lýsti nýrri sinfóníu sem hann var með í smíðum. „Yrkisefni sinfóníunnar er byltingin 1905. Ég dái þetta tímabil föðurlands okkar, sem birtist okkur svo glöggt í gömlum byltingarsöngvum verkamanna. Ég veit ekki enn hvort ég mun vitna í þessa söngva í sinfóníunni, en tónmál hennar verður vafalaust í anda þeirra." Það sem kemur helst á óvart við svona yfirlýsingu er að nokkur skuli hafa tekið mark á henni, svo oft hafði Sjostakovítsj lofað einhverju í „næsta verki" sem síðan stóðst alls ekki. Þegar upp var staðið var hin nýja sinfónía þó mjög í ætt við það sem tónskáldið gaf í skyn. Hún fjallar um byltinguna 1905 - a.m.k. á yfirborðinu. Sjostakovítsj vitnar í byltingarsöngva, þó ekki þannig að þeir skeri sig úr á nokkurn hátt, heldur fléttar hann þá saman við eigin stef þannig að erfitt er að greina á milli. Verkið hlaut afburða góðar viðtökur. Sovéskir gagnrýnendur töluðu um „gríðarlegan raunsæiskraft" tónlistarinnar og sögðu byltingarsöngvana gera verkið „aðgengilegra en fyrri sinfóníur tónskáldsins." Ellefta sinfónían var tileinkuð 40 ára afmæli Októberbyltingarinnar, og bætti því á vissan hátt fyrir hneykslið tíu árum áður, þegar Sjostakovítsj samdi ekki verk í tilefni af 30 ára afmælinu eins og honum bar nánast skylda til. Sinfónían var frumflutt í Moskvu 30. október 1957 og hlaut Lenín-verðlaunin ári síðar. Að hve miklu leyti var Sjostakovítsj að „þóknast yfirvöldum" með hinu nýja verki? Yfirskriftin, „Árið 1905," gefur ákveðna vísbendingu um innihaldið, en segir kannski ekki alla söguna. Sunnudaginn 9. janúar 1905 (22. janúar samkvæmt vestrænu tímatali) söfnuðust þúsundir manna saman fyrir framan Vetrarhöllina í St. Pétursborg. Stríð Rússlands við Japan árið áður hafði rústað fjárhag landsins og alþýða manna átti vart til hnífs og skeiðar. Mannfjöldinn safnaðist saman á torginu með íkona sína og til stóð að færa keisaranum, Nikulási II, bænaskrá. Mótmælin áttu að fara friðsamlega fram, en keisarinn og ráðgjafar hans túlkuðu allt á versta veg. Nikulás II fór með leynd úr borginni og sigaði hermönnum sínum á fólkið. Þegar yfir lauk höfðu hersveitir keisarans myrt hundruð manna og sært enn fleiri. Enn í dag er fjöldamorðið á saklausum borgurum í Pétursborg árið 1905 talin ein dekksta stundin í sögu Rússlands á 20. öld - og er þó af nógu að taka. Efnisskrá tónleikanna má lesa á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands:http://sinfonia.is/default.asp?page_id=7012
Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira