Jon Spencer og félagar í Heavy Trash á Íslandi 26. maí 2006 15:01 Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir ótrúlega sviðsframkomu og gleyma þeir fjölmörgu Íslendingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Heavy Trash er á leið yfir hafið til að leika á nokkrum tónleikum í Evrópu og spila m.a. á Loppen í Kaupmannahöfn á morgun. Heavy Trash breytist úr dúói í kvartett þegar þeir spila á tónleikum og munu þeir Yebo (Junior Senior) leika á trommur og Kim (Powersolo) á kontrabassa. Þegar þeir John og Matt hittust í New York fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að leita til grunnsins í rokkinu og með það að leiðarljósi stofnuðu þeir Heavy Trash en þess má geta að þegar Matt var ungur maður að alast upp í Kanada hélt hann því statt og stöðugt fram við vini sína að Johnny Cash væri svalari en Kiss. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd "asnapönk!" og blaðamaður Austin 360 skrifaði eftir tónleika þeirra á South By Soutwest hátíðinni "probably the best country-porn act at SxSw". Powersolo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vöktu mikla lukku er þeir framreiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu "Egg" en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram í kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonettes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn "surf & western" og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróarskelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir 30.000 manns. Sérstakir íslenskir gestir á Crunchy Frog tónleikunum á Nasa í kvöld verða meðlimir hljómsveitarinnar Fræ sem munu stíga á stokk og flytja lög af fyrstu plötu sveitarinnar, "Eyðilegðu þig smá", sem er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Hljómsveitina Fræ skipa Palli úr hljómsveitinni Maus, Heimir og Siggi úr Skyttunum og Silla, sem einnig er þekkt sem Mr. Silla. Lagið þeirra "Freðinn fáviti" hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og náði m.a. toppsæti á vinsældarlista X-ins977. Á tónleikunum á Nasa bætast í hópinn Danni trommari, úr hljómsveitunum Maus og Sometime, og Friðfinnur sem spilar á bassa en þeir munu koma til með að fylgja plötunni eftir með sveitinni. Fræ munu hefja leik klukkan 22.00 og í kjölfarið koma The Tremolo Beer Gut og Powersolo. Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin Heavy Trash með þá Jon Spencer og Matt Verta Ray innanborðs mun svo hefja leik upp úr miðnætti og rokka fólki inní nóttina með ógleymanlegum hætti. Miðasala er í verslunum Skífunnar og á miði.is. Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir ótrúlega sviðsframkomu og gleyma þeir fjölmörgu Íslendingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Heavy Trash er á leið yfir hafið til að leika á nokkrum tónleikum í Evrópu og spila m.a. á Loppen í Kaupmannahöfn á morgun. Heavy Trash breytist úr dúói í kvartett þegar þeir spila á tónleikum og munu þeir Yebo (Junior Senior) leika á trommur og Kim (Powersolo) á kontrabassa. Þegar þeir John og Matt hittust í New York fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að leita til grunnsins í rokkinu og með það að leiðarljósi stofnuðu þeir Heavy Trash en þess má geta að þegar Matt var ungur maður að alast upp í Kanada hélt hann því statt og stöðugt fram við vini sína að Johnny Cash væri svalari en Kiss. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd "asnapönk!" og blaðamaður Austin 360 skrifaði eftir tónleika þeirra á South By Soutwest hátíðinni "probably the best country-porn act at SxSw". Powersolo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vöktu mikla lukku er þeir framreiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu "Egg" en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram í kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonettes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn "surf & western" og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróarskelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir 30.000 manns. Sérstakir íslenskir gestir á Crunchy Frog tónleikunum á Nasa í kvöld verða meðlimir hljómsveitarinnar Fræ sem munu stíga á stokk og flytja lög af fyrstu plötu sveitarinnar, "Eyðilegðu þig smá", sem er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Hljómsveitina Fræ skipa Palli úr hljómsveitinni Maus, Heimir og Siggi úr Skyttunum og Silla, sem einnig er þekkt sem Mr. Silla. Lagið þeirra "Freðinn fáviti" hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og náði m.a. toppsæti á vinsældarlista X-ins977. Á tónleikunum á Nasa bætast í hópinn Danni trommari, úr hljómsveitunum Maus og Sometime, og Friðfinnur sem spilar á bassa en þeir munu koma til með að fylgja plötunni eftir með sveitinni. Fræ munu hefja leik klukkan 22.00 og í kjölfarið koma The Tremolo Beer Gut og Powersolo. Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin Heavy Trash með þá Jon Spencer og Matt Verta Ray innanborðs mun svo hefja leik upp úr miðnætti og rokka fólki inní nóttina með ógleymanlegum hætti. Miðasala er í verslunum Skífunnar og á miði.is.
Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira