Lífið

Dúx með 9,4 í meðaleinkunn

Þann 20. maí sl. fór fram útskrift við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Var hún haldin í Víðistaðakirkju. Viðstaddir voru m.a. fulltrúar 30 ára stúdenta. Alls voru útskrifaðir 47 nemendur, 2 af sérsviði fjölmiðlunar af Upplýsinga- og fjölmiðlabraut og 45 stúdentar.

Dúx skólans var Kristján Valgeir Þórarinsson með 9,4 í meðaleinkunn en hann lauk námi af náttúrufræðibraut eftir einungis 3ja ára nám.

Þetta er framúrskarandi árangur, en enginn nemandi skólans hefur áður lokið stúdentsprófi á 3 árum með betri árangri. Kristján nýtti tíma sinn ekki einungis í námið í vetur, því hann keppti með Gettu Betur liði skólans í spurningakeppni framhaldsskólanna. Kristján Valgeir hefur einnig látið að sér kveða í golfíþróttinni, en hann spilar golf með golfklúbbi Keilis og er í landsliðinu í golfi.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.