Lífið

Forseti Íslands ræðir við Dadi Janki

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson á viðræðufund á morgun með Dadi Janki, virtri indverskri forystu- og baráttukonu á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda.

Dadi Janki er einn af þekktustu forystumönnum veraldar á sviði andlegra og trúarlegra málefna, níræð að aldri en óþreytandi við að ferðast um heiminn og hvetja til jákvæðrar hugsunar og bættra samskipta. Hún er önnur tveggja kvenna sem stýra Brahma Kumaris World Spiritual háskólanum sem stofnaður var á Indlandi árið 1937. Skólinn er afar þekktur á sínu sviði og hafa Sameinuðu þjóðirnar m.a. leitað ráðgjafar hjá honum um málefni barna og trúar, þróunar og friðar.

Undanfarna áratugi hefur Dadi Janki haft aðsetur í Lundúnum og skipulagt þar viðamikla starfsemi á vegum Brahma Kumaris, m.a. ríflega 7000 miðstöðvar hugleiðslu og andlegrar fræðslu sem nú starfa í 84 löndum en þeirra á meðal er Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.