Að móðga smáþjóðir 19. maí 2006 11:36 Það eru fleiri smáþjóðir viðkvæmar en Grikkir - þeir skynja sig nefnilega sem feikn merkilega smáþjóð, rétt eins og Íslendingar. Það varð til dæmis uppi fótur og fit nú eftir jólin þegar Quentin Tarantino kom í viðtal í bandarísku sjónvarpi og lýsti því hvað íslenskar konur eru miklar druslur. Tarantino varð samstundis óvinur Íslands og er trauðla væntanlegur hingað aftur. Hann er allavega ekki aufúsugestur. Sömu sögu er að segja af Jerry Seinfeld. Hann kom hingað, var dónalegur við Hauk Holm og ætlaði að taka Jón Ársæl og Loga Bergmann með afturhurðinni. Hann er ekki hátt skrifaður á Íslandi. Ekki heldur Robbie Williams sem var fullur af hroka þegar hann kom hingað og hélt tónleika. Sleit þeim snögglega þegar hann sagði að kókflösku hefði verið hent í sig. Fullyrti að hún hefði verið úr gleri, en allir sáu að þetta var bara plast. Þá má ekki gleyma Bob Dylan sem var svo áhugalítill um Ísland að hann fór aldrei út af hótelherbergi sínu. Það fannst Íslendingum verulega móðgandi. Þeir hafa hins vegar ekki tekið eftir því að í lagi sem heitir Destiny sem kom út nokkrum árum síðar syngur Dylan um "land miðnætursólarinnar". Sem hann sá þó bara út um hótelglugga. Það eru fleiri dæmi um svona. Jerry Lee Lewis sagði "you can kiss my ass" við Ómar Valdimarsson fréttamann, en Ian Gillan braut gólfið í Laugardalshöllinni þegar rafmagnið fór af á miðjum tónleikum Deep Purple. Robert de Niro kom hingað og hafði aðallega áhuga á hvar væri hægt að finna vændiskonur. --- --- --- Þessi upptalning getur verið enn lengi. Ég sló orðunum "móðga" og "Íslendingar" upp á vefnum og fékk meðal annars þessa niðurstöðu, úr þingræðu Einars Odds Kristjánssonar:"Herra forseti. Þó að margt sé kannski umhendis og mætti vera betra, þá held ég að ég geti örugglega huggað hv. þm. með því að óravegur er frá okkar litlu vandamálum í gúlagið til þeirra glæpona sem þar voru í 70 ár. Ég minnist þess að þegar ég var ungur maður kom hingað í heimsókn maður sem hét U Thant og var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og honum tókst á tveim klukkutímum að móðga alla Íslendinga. Því þegar aumingja maðurinn kom út úr flugvélinni, þá sagði hann: ,,Loksins, loksins er ég kominn til þjóðar sem hefur ekkert vandamál." --- --- --- Evrópa kunni ekki að meta Silvíu Nótt. Samt var þetta ágætis performans hjá henni. Það er ljótt að eyðileggja Evróvisjónpartíin fyrir smáþjóðinni annað árið í röð. Hvað eiga Íslendingar að gera við allt snakkið og bjórinn á morgun? --- --- --- Annars hefðu Björgólfarnir getað reddað þessu öllu - það er ekki fráleitt að kenna þeim um tap Silvíu. Þeir eiga símafyrirtæki um alla Austur-Evrópu og hefði verið í lófa lagið að láta senda nokkur milljón sms-skeyti til að koma þessari þjóðargersemi okkar áfram í keppninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það eru fleiri smáþjóðir viðkvæmar en Grikkir - þeir skynja sig nefnilega sem feikn merkilega smáþjóð, rétt eins og Íslendingar. Það varð til dæmis uppi fótur og fit nú eftir jólin þegar Quentin Tarantino kom í viðtal í bandarísku sjónvarpi og lýsti því hvað íslenskar konur eru miklar druslur. Tarantino varð samstundis óvinur Íslands og er trauðla væntanlegur hingað aftur. Hann er allavega ekki aufúsugestur. Sömu sögu er að segja af Jerry Seinfeld. Hann kom hingað, var dónalegur við Hauk Holm og ætlaði að taka Jón Ársæl og Loga Bergmann með afturhurðinni. Hann er ekki hátt skrifaður á Íslandi. Ekki heldur Robbie Williams sem var fullur af hroka þegar hann kom hingað og hélt tónleika. Sleit þeim snögglega þegar hann sagði að kókflösku hefði verið hent í sig. Fullyrti að hún hefði verið úr gleri, en allir sáu að þetta var bara plast. Þá má ekki gleyma Bob Dylan sem var svo áhugalítill um Ísland að hann fór aldrei út af hótelherbergi sínu. Það fannst Íslendingum verulega móðgandi. Þeir hafa hins vegar ekki tekið eftir því að í lagi sem heitir Destiny sem kom út nokkrum árum síðar syngur Dylan um "land miðnætursólarinnar". Sem hann sá þó bara út um hótelglugga. Það eru fleiri dæmi um svona. Jerry Lee Lewis sagði "you can kiss my ass" við Ómar Valdimarsson fréttamann, en Ian Gillan braut gólfið í Laugardalshöllinni þegar rafmagnið fór af á miðjum tónleikum Deep Purple. Robert de Niro kom hingað og hafði aðallega áhuga á hvar væri hægt að finna vændiskonur. --- --- --- Þessi upptalning getur verið enn lengi. Ég sló orðunum "móðga" og "Íslendingar" upp á vefnum og fékk meðal annars þessa niðurstöðu, úr þingræðu Einars Odds Kristjánssonar:"Herra forseti. Þó að margt sé kannski umhendis og mætti vera betra, þá held ég að ég geti örugglega huggað hv. þm. með því að óravegur er frá okkar litlu vandamálum í gúlagið til þeirra glæpona sem þar voru í 70 ár. Ég minnist þess að þegar ég var ungur maður kom hingað í heimsókn maður sem hét U Thant og var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og honum tókst á tveim klukkutímum að móðga alla Íslendinga. Því þegar aumingja maðurinn kom út úr flugvélinni, þá sagði hann: ,,Loksins, loksins er ég kominn til þjóðar sem hefur ekkert vandamál." --- --- --- Evrópa kunni ekki að meta Silvíu Nótt. Samt var þetta ágætis performans hjá henni. Það er ljótt að eyðileggja Evróvisjónpartíin fyrir smáþjóðinni annað árið í röð. Hvað eiga Íslendingar að gera við allt snakkið og bjórinn á morgun? --- --- --- Annars hefðu Björgólfarnir getað reddað þessu öllu - það er ekki fráleitt að kenna þeim um tap Silvíu. Þeir eiga símafyrirtæki um alla Austur-Evrópu og hefði verið í lófa lagið að láta senda nokkur milljón sms-skeyti til að koma þessari þjóðargersemi okkar áfram í keppninni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun