Lífið

Vortónleikar Norðurljósa

Sönghópurinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Seljakirkju næstkomandi sunnudag. Söngstjóri sönghósins er Arngerður Árnadóttir. Einsöngvari er Elmar Þór Gilbersson. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og inniheldur meðal annars margar af perlum íslenskrar sönglistar.

Sönghópurinn Norðurljós var stofnaður haustið 2004 af hópi einstaklinga sem höfðu áður sungið mikið saman. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika síðastliðið vor og hefur vaxið ört og dafnað síðan.

Undir dyggri stjórn Arngerðar Árnadóttur hefur hópurinn æft stíft og árangurinn ekki látið á sér standa.

Einsöngvari kórsins, Elmar Þór Gilbertsson hóf söngnám við Nýja söngskólann „Hjartans mál" fyrir tæpum fimm árum og stundar nú nám hjá Jóni Þorsteinssyni.

Tónleikar Norðurljósa verða í Seljakirkju sunnudaginn 14. mái og hefjast klukkan 17:00. Miðaverð er 1.000 krónur.

Heimasíða kórsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.