Lífið

David Gray á Reykjavík rokkar 2006

Ampop
Ampop MYND/Heiða

Enski ballöðumeistarinn David Gray er meðal þeirra sem leggur leið sína á tónlistarhátíðina Reykjavík rokkar 2006. Hann verður í góðum félagsskap því hópur bæði innlendra og erlendra tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina.

Tónlistarhátíðin Reykjavík rokkar var haldin í fyrsta sinn í fyrra. Ákveðið var að endurtaka leikinn í ár og fer hátíðin fram dagana 29. júní til 1.júlí.

Enski tónlistarmaðurinn David Gray mætir á hátíðina ásamt fimm manna hljómsveit. Einnig mæta The Darkness og Motorhead. Á meðal innlendra hljómsveita sem þar verður að finna eru Ampop, Trabant, Ham og Mínus

Miðasala hefst 18. maí og verður fyrirkomulag hennar og miðaverð kynnt á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.