Austurlandið.is

Tuttugu ár frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl í Úkraínu

Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl í Úkraínu. Minningargöngur fóru fram víða um Úkraínu í gærkvöld og var klukkum hringt klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir eitt að staðartíma, sem er nákvæm tímasetning slyssins. Margir voru viðstaddir minningarstund á vegum rétttrúnaðarkirkjunnar í Kiev í nótt. Deilt er um hversu margir hafi farist vegna slyssins, og heyrast tölur allt frá níu þúsundum upp í tvö hundruð og tuttugu þúsund, en víst er að tíðni krabbameins og annarra sjúkdóma jókst mikið á áhrifasvæði slyssins, aðallega í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.