Lífið

Opið í Bláfjöllum og Hlíðafjalli

MYND/Valli

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið til klukkan sex í dag. Stólalyftur í Kóngsgili og byrjendalyfturnar Patti broddgöltur og Amma mús við Bláfjallaskála opnuðu klukkan 10. Í Suðurgili verða stólalyftan Gosinn og diskalyftan Jón Bjarni opnar eftir hádegið. Þar er hæg norðaustlæg átt, bjart og 4 stiga frost. Nýfallinn þunnur snjór er yfir svæðinu en skíðaleiðir þrengri en venjulega svo fólki er sérstaklega bent á að fara varlega og halda sig á troðnum skíðabrautum. Göngubraut verður lögð fyrir hádegi.

Í Hlíðarfjalli verður opið til klukkan fimm. Í morgun hefur verið þar norðan 4 til 8 metrar á sekúndu og gengið á með éljum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.