Kjarnorka er góð 27. mars 2006 22:15 Ýmsir hafa orðið til þess að vitna í breska vísindamanninn James Lovelock og viðvörunarorð hans í bókinni The Revenge of Gaia. Þar tekur Lovelock mjög djúpt í árinni varðandi hættuna sem stafar af gróðurhúsaáhrifum. Hins vegar hafa hampað hampa síðari hluta röksemdafærslu Lovelocks - þar mælir hann nefnilega með notkun kjarnorku. Á fáum skoðunum ríkir jafn mikil bannelgi í heiminum. Það er nánast almennt álit að kjarnorka sé vond - svona rétt eins og að veiða hvali til dæmis. Lovelock sýnir fram á það í bók sinni að óttinn við kjarnorku sé algjörlega órökrænn - hann telur raunar að kjarnorka sé eina leiðin til að afstýra hlýnun jarðar. Hana þurfi að stöðva strax ef ekki eigi illa að fara og þar geti ekkert keppt við kjarnorku. Lovelock tekur dæmi. Annars vegar fjölskyldu sem býr hundrað kílómetrum fyrir neðan hina gríðarlegu Yangtse stíflu í Kína og hins vegar fjölskyldu sem býr hundrað kílómetra undan vindi frá Tsjernóbýl - versta dæmi um verstu tegund af kjarnaorkutækni. Ef stíflan brestur myndi milljón manna farast, kannski tugir milljóna. Þegar sprenging var í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl og kvíknaði síðan í því, dreifðust geislavirk efni um stóra hluta Úkraínu og nálægra ríkja. Margir virðast halda að tugir þúsunda ef ekki milljónir hafi dáið vegna Tsernóbyl, Lovelock segir að það séu ekki fleiri en sjötíu og fimm. --- --- --- Fyrst klúðra menn öllu, svo eru þeir gerðir að sendiherrum. Það hlýtur að vera grín þegar sagt er að þeir ætli að senda Albert Jónsson til Washington. --- --- --- Það er sagt að Robert Louis Stevenson hafi skrifað Gulleyjuna fyrir frænda sinn sem bað hann um að skrifa bók þar sem væru engar stelpur. Stevenson stóð við það - það er afskaplega lítið um kvenfólk í þessari frægu ævintýrasögu. Í gær ætlaði ég að fara lesa fyrir Kára ævintýri úr bók sem kom út fyrir mörgum árum undir heitinu Ævintýri Æskunnar (semsé barnablaðsins). Stakk upp á að við byrjuðum á Þyrnirósu. Þá harðneitaði drengurinn og sagði: "Ég vil ekki lesa sögu með stelpu í." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Ýmsir hafa orðið til þess að vitna í breska vísindamanninn James Lovelock og viðvörunarorð hans í bókinni The Revenge of Gaia. Þar tekur Lovelock mjög djúpt í árinni varðandi hættuna sem stafar af gróðurhúsaáhrifum. Hins vegar hafa hampað hampa síðari hluta röksemdafærslu Lovelocks - þar mælir hann nefnilega með notkun kjarnorku. Á fáum skoðunum ríkir jafn mikil bannelgi í heiminum. Það er nánast almennt álit að kjarnorka sé vond - svona rétt eins og að veiða hvali til dæmis. Lovelock sýnir fram á það í bók sinni að óttinn við kjarnorku sé algjörlega órökrænn - hann telur raunar að kjarnorka sé eina leiðin til að afstýra hlýnun jarðar. Hana þurfi að stöðva strax ef ekki eigi illa að fara og þar geti ekkert keppt við kjarnorku. Lovelock tekur dæmi. Annars vegar fjölskyldu sem býr hundrað kílómetrum fyrir neðan hina gríðarlegu Yangtse stíflu í Kína og hins vegar fjölskyldu sem býr hundrað kílómetra undan vindi frá Tsjernóbýl - versta dæmi um verstu tegund af kjarnaorkutækni. Ef stíflan brestur myndi milljón manna farast, kannski tugir milljóna. Þegar sprenging var í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl og kvíknaði síðan í því, dreifðust geislavirk efni um stóra hluta Úkraínu og nálægra ríkja. Margir virðast halda að tugir þúsunda ef ekki milljónir hafi dáið vegna Tsernóbyl, Lovelock segir að það séu ekki fleiri en sjötíu og fimm. --- --- --- Fyrst klúðra menn öllu, svo eru þeir gerðir að sendiherrum. Það hlýtur að vera grín þegar sagt er að þeir ætli að senda Albert Jónsson til Washington. --- --- --- Það er sagt að Robert Louis Stevenson hafi skrifað Gulleyjuna fyrir frænda sinn sem bað hann um að skrifa bók þar sem væru engar stelpur. Stevenson stóð við það - það er afskaplega lítið um kvenfólk í þessari frægu ævintýrasögu. Í gær ætlaði ég að fara lesa fyrir Kára ævintýri úr bók sem kom út fyrir mörgum árum undir heitinu Ævintýri Æskunnar (semsé barnablaðsins). Stakk upp á að við byrjuðum á Þyrnirósu. Þá harðneitaði drengurinn og sagði: "Ég vil ekki lesa sögu með stelpu í."