Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu nokkuð á helstu mörkuðum í Evrópu í dag og hefur gengi bréfa á helstu mörkuðum álfunnar ekki verið lægra í þrjár vikur. Ástæðan er lækkuninni er sú að búist er við minni vexti fyrirtækja en væntingar spáðu fyrir um auk þess sem evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðunum í byrjun þessa mánaðar.

Vísitölur 16 af 18 mörkuðum í Evrópu lækkuðu um 1 prósent um hádegisbil í dag og segja fjármálasérfræðingar að æ erfiðara verði fyrir fyrirtæki að komast til móts við væntingar um vöxt þeirra í bráð m.a. vegna hækkunar stýrivaxta. Helstu vísitölur landa í Evrópu hafa lækkað um allt að 1,9 prósent frá því í febrúarlok.

Auk þessa segjast fjármálasérfræðingar búast við að seðlabanki Evrópu muni hækka stýrivextir enn frekar á næstunni þegar verðbólguspá Evrópusambandsins verður birt.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem lækkuðu á mörkuðum í dag var BHP, eitt stærsta námufyrirtæki í heimi, en gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði um 3,2 prósent. OMV, stærsta olíufyrirtæki álfunnar, lækkaði hins vegar um 4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×