Fjör á fjármálamarkaði 1. mars 2006 11:56 Oft er það þannig að þeir sem hafa uppi viðvörunarorð í miðju blöðruhagkerfi þykja mjög hallærislegir. Í dot.com bylgunni um síðustu aldamót voru allir orðnir svo glaðir að þeir sem vöruðu við hruni voru álitnir einhvers konar forngripir. Ég man ekki betur en að hinn annars varfærni Geir Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, hafi líka verið farinn að tala um nýja tegund af hagkerfi sem lyti ekki gömlu lögmálunum um ris og hnig. Þá var gaman að lifa. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, ritar grein í Markaðinn í dag sem er nokkuð í anda úrtölumanna. Eins og fleiri furðar Gylfi sig á íslenska efnahagsundrinu. Hann fjallar meðal annars um viðskiptahallann sem er um tíu milljarðar á mánuði, mikið flóð af lánsfé og skuldir þjóðarinnar - segir að í lok september hafi svokölluð hrein staða þjóðarbúsins verið neikvæð um 859 milljarða eða sem nemur 90 prósentum af vergri landsframleiðslu. Frá 2001 hefur hlutabréfaverð á Íslandi ríflega sexfaldast. Gengi krónunnar hefur sífellt verið að styrkjast. Fyrir vikið er ávöxtun hlutabréfanna í erlendri mynt enn fjarstæðukenndari segir Gylfi. Og ennfremur:"Íslensku fyrirtækin þurfa að skila allt að því ævintýralegum hagnaði á næstu árum til að standa undir þeim miklu væntingum sem verð þeirra endurspeglar. Því eru takmörk sett hve mikið af þeim hagnaði getur orðið til með eignaumbreytingum, þótt þær geri mönnum hugsanlega kleift að auka arðsemi og innleysa hagnaðinn af því löngu áður en reksturinn skilar honum. Fyrr eða síðar þarf daglegur rekstur að skila þeim hagnaði sem þarf til að réttlæta hlutabréfaverðið, ef ekki hlýtur verðið að lækka. Það er ekkert skrýtið að útlendingar skilji þetta ekki alveg. Þeir sjá t.d. ekki í hendi sér hvernig hægt er að snúa ofan af viðskiptahallanum og fara að greiða niður erlendu lánin, nú eða hvernig er hægt að búa til allan þann hagnað sem hlutabréfaverðið lofar." --- --- --- Larry Elliott, hinn snjalli viðskiptaskríbent The Guardian, mælir með skatti á gjaldeyrisviðskipti. Þessi skattur þurfi ekki að vera hár, en með þessu sé hægt að afla mikils fjár. Peningana vill hann nota í þróunaraðstoð - hann mælir með að Gordon Brown, sem leitar leiða til að Vesturlönd stórauki þróunaraðstoð, skoði þessa hugmynd. Elliott segist eiga von á að þetta mæti mikilli andstöðu bankamanna. Skattprósentan verði þó svo lág að hún hafi ekki veruleg áhrif nema á þá sem flytja peninga fram og til baka - kannski meira en fimmtíu sinnum á ári. Þetta þurfi heldur ekki að vera svo erfitt í framkvæmd, því eftir 9/11 sé búið að setja upp mikið og alþjóðlegt kerfi til að fylgjast með fjármagnsflutningum. Annar kostur við þetta, segir Elliott, er að þetta gæti slegið á blöðrur (er það ekki betra orð en bólur?) í efnahagslífinu. Í þessu sambandi nefnir hann Ísland. Í síðustu viku hafi sést hversu óstöðugir fjármagnsmarkaðirnir geta verið. Ísland sé agnarlítið hagkerfi sem menn taki yfirleitt ekki eftir, en þegar lánshæfismat þess var lækkað af Fitch greip um sig taugaveiklun á mörkuðum um víða veröld. Menn séu ekki alveg búnir að gleyma hvernig fjármálakreppan í Asíu byrjaði með vandræðum í landi sem varla neinn hugsaði mikið um. Lærdómurinn af Thailandi 1997 sé að þyturinn í fiðrildavængjum geti haft miklar - og dýrar - afleiðingar. --- --- --- Samt telur Eliott að menn séu furðu andvaralausir. Það sem sé að gerast á Íslandi og öðrum rísandi mörkuðum sé það sem kallast carry trade (er íslenskað sem álagsviðskipti). Verðbólga og vextir eru lágir í stóru iðnríkjunum, gjaldmiðlar þeirra hreyfast ekki mikið. Þessi stöðugleiki er talinn æskilegur - seðlabankar ganga hart fram í að verja hann. En fjárfestar eru ekki eins ánægðir - þetta ástand er ekki svo arðbært fyrir þá. Því slá þeir stór lán í dollurum, evrum, jenum og svissneskum frönkum á lágum vöxtum, og kaupa fyrir þetta skuldabréf í löndum þar sem vextir eru miklu hærri - þar á meðal á Íslandi. Elliott segir að þetta sé mjög eldfim blanda - þarna sé á ferðinni blöðufjármagn og blöðruhugsunarháttur. Peningarnir flæða um markaðina sem sjá ekkert óeðlilegt við að hafa verðbólgu sem er innan við 2 prósent og á sama tíma kröfu um ávöxtun af fjárfestingum sem er meira en 10 prósent. Elliott, sem stundum man furðu langt aftur, segir að það þurfi ekki mikið til að velta þessu kerfi. Þegar óstöðugleika varð vart á Íslandi í síðustu viku fóru menn að selja í Brasilíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. Hann nefnir í þessu sambandi hrun banka í Austurríki, Credit Anstalt, sem olli ógurlegu uppnámi á fjármálamörkuðum - það var árið 1931. Elliott telur víst að nú muni margir hugsa sem svo að Ísland sé einstakt dæmi sem þurfi ekki að læra neitt af. "Ég er viss um að einhver sagði það sama um Credit Anstalt 1931," bætir hann við í lok greinar sinnar. --- --- --- Annars var vinsælasti frasinn í þessari litlu fjármáladýfu þroskamerki. Ef markaðurinn lækkar þá er það þroskamerki, en þegar hann hækkar aftur er það líka þroskamerki - og svo ef hann lækkar ennþá meira þá er það væntanlega þroskamerki líka. En ef hann hækkar þá aftur - eða lækkar - er það þá þroskamerki? Eða hvað? Svona orð þýðir náttúrlega ekki neitt - það er bara notað til að sefa taugaveiklunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Oft er það þannig að þeir sem hafa uppi viðvörunarorð í miðju blöðruhagkerfi þykja mjög hallærislegir. Í dot.com bylgunni um síðustu aldamót voru allir orðnir svo glaðir að þeir sem vöruðu við hruni voru álitnir einhvers konar forngripir. Ég man ekki betur en að hinn annars varfærni Geir Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, hafi líka verið farinn að tala um nýja tegund af hagkerfi sem lyti ekki gömlu lögmálunum um ris og hnig. Þá var gaman að lifa. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, ritar grein í Markaðinn í dag sem er nokkuð í anda úrtölumanna. Eins og fleiri furðar Gylfi sig á íslenska efnahagsundrinu. Hann fjallar meðal annars um viðskiptahallann sem er um tíu milljarðar á mánuði, mikið flóð af lánsfé og skuldir þjóðarinnar - segir að í lok september hafi svokölluð hrein staða þjóðarbúsins verið neikvæð um 859 milljarða eða sem nemur 90 prósentum af vergri landsframleiðslu. Frá 2001 hefur hlutabréfaverð á Íslandi ríflega sexfaldast. Gengi krónunnar hefur sífellt verið að styrkjast. Fyrir vikið er ávöxtun hlutabréfanna í erlendri mynt enn fjarstæðukenndari segir Gylfi. Og ennfremur:"Íslensku fyrirtækin þurfa að skila allt að því ævintýralegum hagnaði á næstu árum til að standa undir þeim miklu væntingum sem verð þeirra endurspeglar. Því eru takmörk sett hve mikið af þeim hagnaði getur orðið til með eignaumbreytingum, þótt þær geri mönnum hugsanlega kleift að auka arðsemi og innleysa hagnaðinn af því löngu áður en reksturinn skilar honum. Fyrr eða síðar þarf daglegur rekstur að skila þeim hagnaði sem þarf til að réttlæta hlutabréfaverðið, ef ekki hlýtur verðið að lækka. Það er ekkert skrýtið að útlendingar skilji þetta ekki alveg. Þeir sjá t.d. ekki í hendi sér hvernig hægt er að snúa ofan af viðskiptahallanum og fara að greiða niður erlendu lánin, nú eða hvernig er hægt að búa til allan þann hagnað sem hlutabréfaverðið lofar." --- --- --- Larry Elliott, hinn snjalli viðskiptaskríbent The Guardian, mælir með skatti á gjaldeyrisviðskipti. Þessi skattur þurfi ekki að vera hár, en með þessu sé hægt að afla mikils fjár. Peningana vill hann nota í þróunaraðstoð - hann mælir með að Gordon Brown, sem leitar leiða til að Vesturlönd stórauki þróunaraðstoð, skoði þessa hugmynd. Elliott segist eiga von á að þetta mæti mikilli andstöðu bankamanna. Skattprósentan verði þó svo lág að hún hafi ekki veruleg áhrif nema á þá sem flytja peninga fram og til baka - kannski meira en fimmtíu sinnum á ári. Þetta þurfi heldur ekki að vera svo erfitt í framkvæmd, því eftir 9/11 sé búið að setja upp mikið og alþjóðlegt kerfi til að fylgjast með fjármagnsflutningum. Annar kostur við þetta, segir Elliott, er að þetta gæti slegið á blöðrur (er það ekki betra orð en bólur?) í efnahagslífinu. Í þessu sambandi nefnir hann Ísland. Í síðustu viku hafi sést hversu óstöðugir fjármagnsmarkaðirnir geta verið. Ísland sé agnarlítið hagkerfi sem menn taki yfirleitt ekki eftir, en þegar lánshæfismat þess var lækkað af Fitch greip um sig taugaveiklun á mörkuðum um víða veröld. Menn séu ekki alveg búnir að gleyma hvernig fjármálakreppan í Asíu byrjaði með vandræðum í landi sem varla neinn hugsaði mikið um. Lærdómurinn af Thailandi 1997 sé að þyturinn í fiðrildavængjum geti haft miklar - og dýrar - afleiðingar. --- --- --- Samt telur Eliott að menn séu furðu andvaralausir. Það sem sé að gerast á Íslandi og öðrum rísandi mörkuðum sé það sem kallast carry trade (er íslenskað sem álagsviðskipti). Verðbólga og vextir eru lágir í stóru iðnríkjunum, gjaldmiðlar þeirra hreyfast ekki mikið. Þessi stöðugleiki er talinn æskilegur - seðlabankar ganga hart fram í að verja hann. En fjárfestar eru ekki eins ánægðir - þetta ástand er ekki svo arðbært fyrir þá. Því slá þeir stór lán í dollurum, evrum, jenum og svissneskum frönkum á lágum vöxtum, og kaupa fyrir þetta skuldabréf í löndum þar sem vextir eru miklu hærri - þar á meðal á Íslandi. Elliott segir að þetta sé mjög eldfim blanda - þarna sé á ferðinni blöðufjármagn og blöðruhugsunarháttur. Peningarnir flæða um markaðina sem sjá ekkert óeðlilegt við að hafa verðbólgu sem er innan við 2 prósent og á sama tíma kröfu um ávöxtun af fjárfestingum sem er meira en 10 prósent. Elliott, sem stundum man furðu langt aftur, segir að það þurfi ekki mikið til að velta þessu kerfi. Þegar óstöðugleika varð vart á Íslandi í síðustu viku fóru menn að selja í Brasilíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. Hann nefnir í þessu sambandi hrun banka í Austurríki, Credit Anstalt, sem olli ógurlegu uppnámi á fjármálamörkuðum - það var árið 1931. Elliott telur víst að nú muni margir hugsa sem svo að Ísland sé einstakt dæmi sem þurfi ekki að læra neitt af. "Ég er viss um að einhver sagði það sama um Credit Anstalt 1931," bætir hann við í lok greinar sinnar. --- --- --- Annars var vinsælasti frasinn í þessari litlu fjármáladýfu þroskamerki. Ef markaðurinn lækkar þá er það þroskamerki, en þegar hann hækkar aftur er það líka þroskamerki - og svo ef hann lækkar ennþá meira þá er það væntanlega þroskamerki líka. En ef hann hækkar þá aftur - eða lækkar - er það þá þroskamerki? Eða hvað? Svona orð þýðir náttúrlega ekki neitt - það er bara notað til að sefa taugaveiklunina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun