Nú þarf að fá botn í málið 21. febrúar 2006 22:47 Það er seint hægt að segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hafi höndlað hið endurvakta Búnaðarbankamál vel í þinginu á mánudag. Halldór lýsti því yfir að hann hefði hringt í ríkisendurskoðanda um morguninn og hann hefði fullvissað sig um að ekkert nýtt væri í málinu. Hvers konar stjórnsýsla er það? Getur forsætisráðherra bara hringt sisvona í embættismann sem heyrir undir Alþíngi og fengið syndaaflausn? Gilda ekki einhverjar reglur um samskipti stofnana? Var ríkisendurskoðandi búinn að sjá gögnin sem um ræðir? Valgerður svaraði líka af þeim klaufaskap sem virðist vera landlægur í Framsóknarflokknum - einhvers konar samblandi af valdhroka og athugunarleysi. Hún virtist sármóðguð, sagðist ekki ráða yfir Fjármálaeftirlitinu. Hefði ekki verið nær fyrir Valgerði að segja að hún vildi gjarnan komast til botns í málinu? Spurningarnar sem er ósvarað í Búnaðarbankamálinu eru alltof stórar til að þær hverfi. Þetta mun skjóta upp kollinum aftur og aftur - enda er erfitt að horfa framhjá því hvernig lítill hópur manna hefur auðgast óskaplega á klækjabrögðunum sem virðist hafa verið beitt við kaupin á bankanum. Þessir menn þurfa nú að sanna að þýski bankinn (hið virta erlenda fjármálafyrirtæki!) hafi í raun eignast einhvern hlut í Búnaðarbankanum en ekki bara verið einhvers konar pótémkíntjöld. Það þýðir ekki að hrópa í sífellu að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu - og beita svo rógi gegn þeim sem vilja leiða fram sannleikann. Því miður er margt sem bendir til þess að þetta sé eitt stærsta hneyksli íslenskrar stjórnmála- og viðskiptasögu. --- --- --- Ég er afskaplega hlynntur Völu Matt og tel gott að þáttur hennar sé kominn af ómerkilegri unglingastöð yfir á Stöð 2, sjálft móðurskipið - þar sem hann á heima. Samt horfi ég ekki oft á þáttinn, er líklega ekki í markhópnum. Fáir eru ónæmari fyrir umhverfi sínu en ég; tók eftir því seint og um síðir að konan mín var að reyna að rækta pottaplöntur. Uppgötva núna á leiðinni til útlanda að ég gleymdi að vökva þær eins og mér var uppálagt að gera. Einhvers staðar las ég að menn eins og ég skynjuðu heiminn sem texta. En það var nú ekki málið. Ég sá þáttinn hennar Völu um daginn og get ekki að því gert að mér fannst sum heimilin sem hún skoðaði svolítið döpur, allt hvítmálað og staðlað, með leðurmublum, enginn karakter og engar bækur. Það fannst mér skrítið. Hvergi ein einasta bók í sjónmáli. --- --- --- Ég á leið til London með fullri vél af fótboltabullum (jæja, fótboltaáhugamönnum) sem ætla að sjá leik Chelsea og Barcelona á morgun. Áhugi minn á fótbolta er núorðið svo takmarkaður að ef ég horfi á hann er ég yfirleitt að vinna í tölvunni á sama tíma, kannski líka að lesa að blað og tala í síma. Næ ekki lengur að festa hugann við leikinn. Leiðist. En auðvitað væri gaman að komast á svona kappleik. Ég hef bara einu sinni séð fótboltaleik á Englandi, það var árið 1978 - þá léku Chelsea og Leeds á Stanford Bridge. Ég fór með systur minni sem fékk aðsvif af því henni fannst svo erfitt að vera í slíkum mannfjölda. Bæði liðin voru léleg á þessum árum. Þá voru aðrir tímar. Bjarni Fel að lýsa svarthvítt í sjónvarpinu leikjum frá því vikunni áður, engir íslenskir kaupsýslumenn með stúkusæti, pinnamat og kampavín, engar alþjóðlegar stjórnur - bara sauðsvartur almúginn. Eg hef lýst því áður í greinum hvað mér finnst markaðsvæðing fótboltans ömurleg. Í Roklandinu eftir Hallgrím fær fátt verri útreið en áhugi Íslendinga á enska boltanum. --- --- --- Ég les að Björn Ingi Hrafnsson komist ekki á leikinn vegna lungnabólgu. Ég óska honum góðs bata - hann hefur verið ágætur gestur í mörgum Silfursþáttum. Kannski gæti hann séð af miðanum sínum. Samt þætti mér meira spennandi að fá að fara í boðið til Tonys Blair í Downingstræti 10. Björn Ingi er með númerið mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Salan á Búnaðarbankanum Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Það er seint hægt að segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hafi höndlað hið endurvakta Búnaðarbankamál vel í þinginu á mánudag. Halldór lýsti því yfir að hann hefði hringt í ríkisendurskoðanda um morguninn og hann hefði fullvissað sig um að ekkert nýtt væri í málinu. Hvers konar stjórnsýsla er það? Getur forsætisráðherra bara hringt sisvona í embættismann sem heyrir undir Alþíngi og fengið syndaaflausn? Gilda ekki einhverjar reglur um samskipti stofnana? Var ríkisendurskoðandi búinn að sjá gögnin sem um ræðir? Valgerður svaraði líka af þeim klaufaskap sem virðist vera landlægur í Framsóknarflokknum - einhvers konar samblandi af valdhroka og athugunarleysi. Hún virtist sármóðguð, sagðist ekki ráða yfir Fjármálaeftirlitinu. Hefði ekki verið nær fyrir Valgerði að segja að hún vildi gjarnan komast til botns í málinu? Spurningarnar sem er ósvarað í Búnaðarbankamálinu eru alltof stórar til að þær hverfi. Þetta mun skjóta upp kollinum aftur og aftur - enda er erfitt að horfa framhjá því hvernig lítill hópur manna hefur auðgast óskaplega á klækjabrögðunum sem virðist hafa verið beitt við kaupin á bankanum. Þessir menn þurfa nú að sanna að þýski bankinn (hið virta erlenda fjármálafyrirtæki!) hafi í raun eignast einhvern hlut í Búnaðarbankanum en ekki bara verið einhvers konar pótémkíntjöld. Það þýðir ekki að hrópa í sífellu að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu - og beita svo rógi gegn þeim sem vilja leiða fram sannleikann. Því miður er margt sem bendir til þess að þetta sé eitt stærsta hneyksli íslenskrar stjórnmála- og viðskiptasögu. --- --- --- Ég er afskaplega hlynntur Völu Matt og tel gott að þáttur hennar sé kominn af ómerkilegri unglingastöð yfir á Stöð 2, sjálft móðurskipið - þar sem hann á heima. Samt horfi ég ekki oft á þáttinn, er líklega ekki í markhópnum. Fáir eru ónæmari fyrir umhverfi sínu en ég; tók eftir því seint og um síðir að konan mín var að reyna að rækta pottaplöntur. Uppgötva núna á leiðinni til útlanda að ég gleymdi að vökva þær eins og mér var uppálagt að gera. Einhvers staðar las ég að menn eins og ég skynjuðu heiminn sem texta. En það var nú ekki málið. Ég sá þáttinn hennar Völu um daginn og get ekki að því gert að mér fannst sum heimilin sem hún skoðaði svolítið döpur, allt hvítmálað og staðlað, með leðurmublum, enginn karakter og engar bækur. Það fannst mér skrítið. Hvergi ein einasta bók í sjónmáli. --- --- --- Ég á leið til London með fullri vél af fótboltabullum (jæja, fótboltaáhugamönnum) sem ætla að sjá leik Chelsea og Barcelona á morgun. Áhugi minn á fótbolta er núorðið svo takmarkaður að ef ég horfi á hann er ég yfirleitt að vinna í tölvunni á sama tíma, kannski líka að lesa að blað og tala í síma. Næ ekki lengur að festa hugann við leikinn. Leiðist. En auðvitað væri gaman að komast á svona kappleik. Ég hef bara einu sinni séð fótboltaleik á Englandi, það var árið 1978 - þá léku Chelsea og Leeds á Stanford Bridge. Ég fór með systur minni sem fékk aðsvif af því henni fannst svo erfitt að vera í slíkum mannfjölda. Bæði liðin voru léleg á þessum árum. Þá voru aðrir tímar. Bjarni Fel að lýsa svarthvítt í sjónvarpinu leikjum frá því vikunni áður, engir íslenskir kaupsýslumenn með stúkusæti, pinnamat og kampavín, engar alþjóðlegar stjórnur - bara sauðsvartur almúginn. Eg hef lýst því áður í greinum hvað mér finnst markaðsvæðing fótboltans ömurleg. Í Roklandinu eftir Hallgrím fær fátt verri útreið en áhugi Íslendinga á enska boltanum. --- --- --- Ég les að Björn Ingi Hrafnsson komist ekki á leikinn vegna lungnabólgu. Ég óska honum góðs bata - hann hefur verið ágætur gestur í mörgum Silfursþáttum. Kannski gæti hann séð af miðanum sínum. Samt þætti mér meira spennandi að fá að fara í boðið til Tonys Blair í Downingstræti 10. Björn Ingi er með númerið mitt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun