Staðan í borginni 13. febrúar 2006 19:29 Nú liggur fyrir hverjir leiða framboðin í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu, Björn Ingi Hrafnsson fyrir Framsóknarflokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græna og Ólafur F. Magnússon fyrir Frjálslynda flokkinn. Þeir sem ég tala við spá að kosningarnar fari svona: Sjálfstæðisflokkurinn 7 Samfylkingin 6 Framsókn 1 Vinstri grænir 1 Frjálslyndir 0 Það verður semsagt enginn hreinn meirihluti. Sumir gera því skóna að Framsókn myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Það myndi vissulega veita Framsókn völd langt umfram kjörfylgi - sem er þekkt og eftirsótt staða á þeim bæ. En miðað við hina pólitísku taflstöðu er þetta ólíklegt. Framsókn þarf að hugsa til alþingiskosninga vorið 2007. Þá gæti flokknum reynst dýrkeypt að vinna með Sjálfstæðisflokknum ekki bara í ríkisstjórn, heldur líka í flestum stærstu bæjarfélögunum, Akureyri, Kópavogi, Reykjavík. Hækjustimpillinn gæti reynst mjög óþægilegur. Eins og sést á framgöngu Halldórs Ásgrímssonar undanfarið vita framsóknarmenn að þeir þurfa að reyna að finna sér tilverugrundvöll óháð Sjálfstæðisflokknum. Annars er líklegt að þeir bíði afhroð að ári. Þá er í raun líklegri meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, með Dag sem borgarstjóra og Björn Inga eða Svandísi sem forseta borgarstjórnar. Sem væri eins og áframhald af R-listanum með nýjum aðalleikurum. --- --- --- Annars verður áhugavert að sjá þá takast á Dag og Vilhjálm Þ. Dagur á það til að detta ofan í dálítið froðukennda orðræðu þar sem maður er ekki alveg viss um að hann sé yfirleitt að segja nokkurn skapaðan hlut - minnir dálítið á Tony Blair (og ekki bara í útliti). Dagur er hins vegar þjarkur til vinnu og eldfljótur að setja sig inn í mál. Vilhjálmur hefur óneitanlega á sér yfirbragð kerfiskarls eftir áratuga veru í borgarstjórn. Hans tími kom hins vegar nokkuð óvænt í prófkjörinu í nóvember - allt í einu fóru allir að kunna vel við Vilhjálm. Hann hefur mikla þekkingu á borgarmálunum, en gæti kannski átt í vandræðum með að sýna eldmóð. Björn Ingi Hrafnsson er geysifimur í rökræðum, hefur líklega best tök á sjónvarpsframkomu af frambjóðendunum, getur virkað í senn hæfilega kærulaus og alvörugefinn, en Svandís Svavarsdóttir mun ábyggilega njóta þess að hún er eina konan í hópnum. Hins vegar er erfitt að ímynda sér að Ólafur F. Magnússon eigi nokkurn séns. --- --- --- Maður vonar að þetta verði ekki mikið þras. Borgarmálin geta auðvitað verið hrútleiðinleg og ógn tæknileg - sérstaklega þegar menn koma sér ekki saman um staðreyndir, sjálfan grunn umræðunnar. Guð forði okkur frá deilum um fjármál borgarinnar eins og maður hefur alltof oft þurft að hlusta á - og verið engu nær. Líkt og staðan er núna finnst manni eins og R-listinn hafi staðið sig illa í skipulagsmálum, nokkuð vel í félagsmálum og umhverfismálum, en hins vegar hafi hann verið alltof trúaður á miðstýringu í menntakerfinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins var í tómu tjóni framan af kjörtímabilinu en hefur náð vopnum sínum síðustu misserin - virkar bara býsna trúverðugur núorðið. Annars líta framboðslistar bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nokkuð vel út. --- --- --- Svo er engin ástæða til að hafa kosningabaráttuna of langa. Einn mánuður frá því í apríllok og fram til kosninga 27. maí er alveg nóg. Annars verða allir komnir með æluna upp í háls. Frambjóðendur ættu að passa sig á því að láta ekki fjölmiðlana draga sig of snemma út á völlinn - þá vantar auðvitað alltaf efni, sérstaklega eftir tilkomu NFS. Baráttan fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var alltof löng. --- --- --- Staksteinar finna að því að á lista Samfylkingar sé enginn fulltrúi alþýðunnar. Það má svosem til sanns vegar færa - en hvað er alþýða núorðið? Helst að maður heyri sagt að Baldvin í Flugsjoppunni sem skipar fyrsta sæti hjá VG á Akureyri sé alþýðumaður. Annars eru talsmenn alþýðunnar að mestu horfnir úr pólitík. Verkalýðsforingjar sækjast ekki lengur eftir pólitískum völdum og eru almennt ekkert sérlega áberandi - mörgum þeirra þykir þægilegra að láta hagfræðinga tala fyrir sig. Tímar manna eins og Ebba Sig sem bjó í torfbæ af hugsjón og sat á þingi fyrir sósíalista eru liðnir - hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefur reyndar verið hefð að hafa einn verkalýðsforingja á þingi. Þannig erfði Guðmundur Hallvarðsson þingsæti Péturs sjómanns, en núorðið sér maður varla að það komi alþýðunni mikið við. --- --- --- Samkvæmt útvarpinu sagði Geir Haarde eitthvað á þessa leið við utanríkisráðherra Svía í dag: "Geir telur nauðsynlegt að taka tillit til trúarskoðana fólks og reyna að komast hjá því að særa fólk á trúarlegum forsendum. Hins verði að virða tjáningar og prentfrelsið." Það er varla hægt að biðja um skýrari afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Nú liggur fyrir hverjir leiða framboðin í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu, Björn Ingi Hrafnsson fyrir Framsóknarflokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græna og Ólafur F. Magnússon fyrir Frjálslynda flokkinn. Þeir sem ég tala við spá að kosningarnar fari svona: Sjálfstæðisflokkurinn 7 Samfylkingin 6 Framsókn 1 Vinstri grænir 1 Frjálslyndir 0 Það verður semsagt enginn hreinn meirihluti. Sumir gera því skóna að Framsókn myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Það myndi vissulega veita Framsókn völd langt umfram kjörfylgi - sem er þekkt og eftirsótt staða á þeim bæ. En miðað við hina pólitísku taflstöðu er þetta ólíklegt. Framsókn þarf að hugsa til alþingiskosninga vorið 2007. Þá gæti flokknum reynst dýrkeypt að vinna með Sjálfstæðisflokknum ekki bara í ríkisstjórn, heldur líka í flestum stærstu bæjarfélögunum, Akureyri, Kópavogi, Reykjavík. Hækjustimpillinn gæti reynst mjög óþægilegur. Eins og sést á framgöngu Halldórs Ásgrímssonar undanfarið vita framsóknarmenn að þeir þurfa að reyna að finna sér tilverugrundvöll óháð Sjálfstæðisflokknum. Annars er líklegt að þeir bíði afhroð að ári. Þá er í raun líklegri meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, með Dag sem borgarstjóra og Björn Inga eða Svandísi sem forseta borgarstjórnar. Sem væri eins og áframhald af R-listanum með nýjum aðalleikurum. --- --- --- Annars verður áhugavert að sjá þá takast á Dag og Vilhjálm Þ. Dagur á það til að detta ofan í dálítið froðukennda orðræðu þar sem maður er ekki alveg viss um að hann sé yfirleitt að segja nokkurn skapaðan hlut - minnir dálítið á Tony Blair (og ekki bara í útliti). Dagur er hins vegar þjarkur til vinnu og eldfljótur að setja sig inn í mál. Vilhjálmur hefur óneitanlega á sér yfirbragð kerfiskarls eftir áratuga veru í borgarstjórn. Hans tími kom hins vegar nokkuð óvænt í prófkjörinu í nóvember - allt í einu fóru allir að kunna vel við Vilhjálm. Hann hefur mikla þekkingu á borgarmálunum, en gæti kannski átt í vandræðum með að sýna eldmóð. Björn Ingi Hrafnsson er geysifimur í rökræðum, hefur líklega best tök á sjónvarpsframkomu af frambjóðendunum, getur virkað í senn hæfilega kærulaus og alvörugefinn, en Svandís Svavarsdóttir mun ábyggilega njóta þess að hún er eina konan í hópnum. Hins vegar er erfitt að ímynda sér að Ólafur F. Magnússon eigi nokkurn séns. --- --- --- Maður vonar að þetta verði ekki mikið þras. Borgarmálin geta auðvitað verið hrútleiðinleg og ógn tæknileg - sérstaklega þegar menn koma sér ekki saman um staðreyndir, sjálfan grunn umræðunnar. Guð forði okkur frá deilum um fjármál borgarinnar eins og maður hefur alltof oft þurft að hlusta á - og verið engu nær. Líkt og staðan er núna finnst manni eins og R-listinn hafi staðið sig illa í skipulagsmálum, nokkuð vel í félagsmálum og umhverfismálum, en hins vegar hafi hann verið alltof trúaður á miðstýringu í menntakerfinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins var í tómu tjóni framan af kjörtímabilinu en hefur náð vopnum sínum síðustu misserin - virkar bara býsna trúverðugur núorðið. Annars líta framboðslistar bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nokkuð vel út. --- --- --- Svo er engin ástæða til að hafa kosningabaráttuna of langa. Einn mánuður frá því í apríllok og fram til kosninga 27. maí er alveg nóg. Annars verða allir komnir með æluna upp í háls. Frambjóðendur ættu að passa sig á því að láta ekki fjölmiðlana draga sig of snemma út á völlinn - þá vantar auðvitað alltaf efni, sérstaklega eftir tilkomu NFS. Baráttan fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var alltof löng. --- --- --- Staksteinar finna að því að á lista Samfylkingar sé enginn fulltrúi alþýðunnar. Það má svosem til sanns vegar færa - en hvað er alþýða núorðið? Helst að maður heyri sagt að Baldvin í Flugsjoppunni sem skipar fyrsta sæti hjá VG á Akureyri sé alþýðumaður. Annars eru talsmenn alþýðunnar að mestu horfnir úr pólitík. Verkalýðsforingjar sækjast ekki lengur eftir pólitískum völdum og eru almennt ekkert sérlega áberandi - mörgum þeirra þykir þægilegra að láta hagfræðinga tala fyrir sig. Tímar manna eins og Ebba Sig sem bjó í torfbæ af hugsjón og sat á þingi fyrir sósíalista eru liðnir - hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefur reyndar verið hefð að hafa einn verkalýðsforingja á þingi. Þannig erfði Guðmundur Hallvarðsson þingsæti Péturs sjómanns, en núorðið sér maður varla að það komi alþýðunni mikið við. --- --- --- Samkvæmt útvarpinu sagði Geir Haarde eitthvað á þessa leið við utanríkisráðherra Svía í dag: "Geir telur nauðsynlegt að taka tillit til trúarskoðana fólks og reyna að komast hjá því að særa fólk á trúarlegum forsendum. Hins verði að virða tjáningar og prentfrelsið." Það er varla hægt að biðja um skýrari afstöðu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun