Baby Mozart, Stroheim og Szabó 28. janúar 2006 20:44 Það hefur lengi verið talið að Mozart sé góður fyrir börn. Þegar Kári var ekki orðinn eins árs pantaði ég fyrir okkur spólu sem heitir Baby Mozart. Þarna dingluðu marglitir óróar og bangsar, kisur og hvolpar hoppuðu undir tónum úr verkum Mozarts - eða Múdatt eins og hann hét þá á heimili okkar. Barnið horfði á af svona sæmilegum áhuga, en í bæklingi sem fylgdi með stóð að börn yrðu mjög gáfuð af þessu. Ég lét samt vera að panta spólu úr sömu röð sem heitir Baby Einstein. Það er ábyggilega rétt sem ég heyrði einhvern speking segja á Mozart hátíðinni miklu í gær að þetta sé milljarðaiðnaður. Þetta var norskur tónlistargagnrýnandi sem virkaði hálf fúll yfir þessu öllu. Á afmæli Mozart seljast ábyggilega fleiri Mozartkúlur en í venjulegu ári. Ferðamannastraumurinn til Salzborgar gæti líka aukist, en sú borg er líka eins og segir á máli heimamanna: Traumhaft. Rétt eins og tónskáldið. Gleymið ekki Shostakovits og Ibsen sagði Norðmaðurinn fúli. Jú, Shostakovits á líka afmæli á þessu ári og það eru hundrað ár frá dauða Ibsens. En það er seint hægt að setja andlit þeirra á súkkulaði. Það myndi ekki seljast. --- --- --- Hér er skemmtilegur Mozartleikur sem birtist á vef BBC. Allir alvöru tónlistarunnendur fá 10 í þessu - eða hvað? --- --- --- Hérumbil einu kvikmyndir sem ég hef gaman af núorðið eru frá þögla tímanum. Ég horfði um daginn á Der Letzte Mann eftir F.W. Murnau, mynd sem fjallar um dyravörð þýsku lúxushóteli sem fellur niður samfélagsstigann og er gerður að klósettverði - missir um leið álit samborgara sinna og einkennisbúninginn sem er honum kærastur. Um daginn sá ég líka Greed, stórvirki brjálaða snillingsins Erichs von Stroheim, austurrísks gerviaðalsmanns sem kom til Hollywood, gekk í reiðbuxum með písk og einglyrni, og gerði aðallega myndir um mið-evrópskan dekadens, en líka þessa nöturlegu mynd um fólk sem týnir sál sinni og loks lífinu í eftirsókninni eftir gulli. Fræg lokasena myndarinnar er tekin í ógurlegum hita í miðri eyðimörk, í Dauðadalnum svokallaða, þar sem vinirnir McTeague og Marcus slást enn um gullið sem þó getur ekki lengur gert neitt fyrir þá nema kosta þá lífið. --- --- --- Greed var sýnd í sem næst fullri lengd á frönsku sjónvarpsstöðinni Arte um daginn; hún var reyndar klippt niður og eyðilögð af eigendum kvikmyndaversins þar sem Stroheim starfaði - fyrsta útgáfan mun hafa verið sjö klukkustundir. En þarna hafði myndin verið sett saman aftur og sumstaðar bætt inn ljósmyndum þar sem myndskeið höfðu verið klippt út. Stroheim þótti dýr á fóðrunum þegar hann var að setja upp sínar mið-evrópsku kvikmyndaveislur, allt átti að vera ekta, nærfötin úr silki, skórnir úr fínasta leðri, ekta kampavín í glösum. Annars náði hann ekki rétta blænum. Á endanum gafst hinn frægi kvikmyndajöfur Irving Thalberg upp og flæmdi hann úr bransanum. Stroheim sást aftur í dásamlegri mynd Jeans Renoir, La Grande Illusion, og svo í Billy Wilder myndinni Sunset Boulevard þar sem hann var þjónn gömlu kvikmyndadívunnar sem Gloria Swanson lék. Bæði hlutverkin voru eins og tilbrigði við hans gamla aristókratíska sjálf. Því er ég að skrifa allt þetta að ég sé að Greed er á dagskrá Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði þessa dagana. En þangað kemst ég ekki bíllaus og haltur. --- --- --- Ég les í Morgunblaðinu að kvikmyndaleikstjórinn Iztván Szabó hafi játað að hafa verið uppljóstrari fyrir ungversku leynilögregluna. Szabó kom hingað á kvikmyndahátíð 1989 og þá komst ég aðeins í tæri við hann, hann var fáránlega kurteis, hljóðlátur og fágaður, kyssti allar konur á höndina að miðevrópskum hætti. Menn verða varla öllu ólíkari Quentin Tarantino. Þá var Szabó heimsfrægur fyrir myndina Mefisto, en hún er partur af þríleik þar sem Klaus Maria Brandauer leikur aðalhlutverkið; hinar myndirnar eru Oberst Redl og Hanussen. Þær fjalla allar um menn sem eru í siðferðilegri klemmu, leika tveimur skjöldum og gjalda það dýru verði. Efni þeirra rímar þannig við játningu Szabós um lögreglunjósnirnar. Henrik Höfgen í Mefisto þarf hvort tveggja að þjóna Hermanni Göring og reyna að vera einn af hópi menningarvita sem hafa óbeit á nasismanum. --- --- --- Hér sér maður ekki evrópskar myndir lengur, þessi mynd hérna, Cache, er reyndar sýnd á franskri kvikmyndahátíð sem er haldin með leynd þessa dagana; hins vegar sést ekki tangur né tetur af þessari - Örlögleysi eftir Lajos Koltai, en hún er byggð á bók eftir Nóbelsverðlaunahafann Imre Kertész sem kom út á íslensku í hittifyrra. Myndin mun vera snilld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Það hefur lengi verið talið að Mozart sé góður fyrir börn. Þegar Kári var ekki orðinn eins árs pantaði ég fyrir okkur spólu sem heitir Baby Mozart. Þarna dingluðu marglitir óróar og bangsar, kisur og hvolpar hoppuðu undir tónum úr verkum Mozarts - eða Múdatt eins og hann hét þá á heimili okkar. Barnið horfði á af svona sæmilegum áhuga, en í bæklingi sem fylgdi með stóð að börn yrðu mjög gáfuð af þessu. Ég lét samt vera að panta spólu úr sömu röð sem heitir Baby Einstein. Það er ábyggilega rétt sem ég heyrði einhvern speking segja á Mozart hátíðinni miklu í gær að þetta sé milljarðaiðnaður. Þetta var norskur tónlistargagnrýnandi sem virkaði hálf fúll yfir þessu öllu. Á afmæli Mozart seljast ábyggilega fleiri Mozartkúlur en í venjulegu ári. Ferðamannastraumurinn til Salzborgar gæti líka aukist, en sú borg er líka eins og segir á máli heimamanna: Traumhaft. Rétt eins og tónskáldið. Gleymið ekki Shostakovits og Ibsen sagði Norðmaðurinn fúli. Jú, Shostakovits á líka afmæli á þessu ári og það eru hundrað ár frá dauða Ibsens. En það er seint hægt að setja andlit þeirra á súkkulaði. Það myndi ekki seljast. --- --- --- Hér er skemmtilegur Mozartleikur sem birtist á vef BBC. Allir alvöru tónlistarunnendur fá 10 í þessu - eða hvað? --- --- --- Hérumbil einu kvikmyndir sem ég hef gaman af núorðið eru frá þögla tímanum. Ég horfði um daginn á Der Letzte Mann eftir F.W. Murnau, mynd sem fjallar um dyravörð þýsku lúxushóteli sem fellur niður samfélagsstigann og er gerður að klósettverði - missir um leið álit samborgara sinna og einkennisbúninginn sem er honum kærastur. Um daginn sá ég líka Greed, stórvirki brjálaða snillingsins Erichs von Stroheim, austurrísks gerviaðalsmanns sem kom til Hollywood, gekk í reiðbuxum með písk og einglyrni, og gerði aðallega myndir um mið-evrópskan dekadens, en líka þessa nöturlegu mynd um fólk sem týnir sál sinni og loks lífinu í eftirsókninni eftir gulli. Fræg lokasena myndarinnar er tekin í ógurlegum hita í miðri eyðimörk, í Dauðadalnum svokallaða, þar sem vinirnir McTeague og Marcus slást enn um gullið sem þó getur ekki lengur gert neitt fyrir þá nema kosta þá lífið. --- --- --- Greed var sýnd í sem næst fullri lengd á frönsku sjónvarpsstöðinni Arte um daginn; hún var reyndar klippt niður og eyðilögð af eigendum kvikmyndaversins þar sem Stroheim starfaði - fyrsta útgáfan mun hafa verið sjö klukkustundir. En þarna hafði myndin verið sett saman aftur og sumstaðar bætt inn ljósmyndum þar sem myndskeið höfðu verið klippt út. Stroheim þótti dýr á fóðrunum þegar hann var að setja upp sínar mið-evrópsku kvikmyndaveislur, allt átti að vera ekta, nærfötin úr silki, skórnir úr fínasta leðri, ekta kampavín í glösum. Annars náði hann ekki rétta blænum. Á endanum gafst hinn frægi kvikmyndajöfur Irving Thalberg upp og flæmdi hann úr bransanum. Stroheim sást aftur í dásamlegri mynd Jeans Renoir, La Grande Illusion, og svo í Billy Wilder myndinni Sunset Boulevard þar sem hann var þjónn gömlu kvikmyndadívunnar sem Gloria Swanson lék. Bæði hlutverkin voru eins og tilbrigði við hans gamla aristókratíska sjálf. Því er ég að skrifa allt þetta að ég sé að Greed er á dagskrá Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði þessa dagana. En þangað kemst ég ekki bíllaus og haltur. --- --- --- Ég les í Morgunblaðinu að kvikmyndaleikstjórinn Iztván Szabó hafi játað að hafa verið uppljóstrari fyrir ungversku leynilögregluna. Szabó kom hingað á kvikmyndahátíð 1989 og þá komst ég aðeins í tæri við hann, hann var fáránlega kurteis, hljóðlátur og fágaður, kyssti allar konur á höndina að miðevrópskum hætti. Menn verða varla öllu ólíkari Quentin Tarantino. Þá var Szabó heimsfrægur fyrir myndina Mefisto, en hún er partur af þríleik þar sem Klaus Maria Brandauer leikur aðalhlutverkið; hinar myndirnar eru Oberst Redl og Hanussen. Þær fjalla allar um menn sem eru í siðferðilegri klemmu, leika tveimur skjöldum og gjalda það dýru verði. Efni þeirra rímar þannig við játningu Szabós um lögreglunjósnirnar. Henrik Höfgen í Mefisto þarf hvort tveggja að þjóna Hermanni Göring og reyna að vera einn af hópi menningarvita sem hafa óbeit á nasismanum. --- --- --- Hér sér maður ekki evrópskar myndir lengur, þessi mynd hérna, Cache, er reyndar sýnd á franskri kvikmyndahátíð sem er haldin með leynd þessa dagana; hins vegar sést ekki tangur né tetur af þessari - Örlögleysi eftir Lajos Koltai, en hún er byggð á bók eftir Nóbelsverðlaunahafann Imre Kertész sem kom út á íslensku í hittifyrra. Myndin mun vera snilld.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun