Þegar ég elti William Hague 20. janúar 2006 18:49 Í Morgunblaðinu er sagt frá því að Geir Haarde hafi átt fund með William Hague, þeim er nú fer með utanríkismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins á Bretlandi. Hague er eini maðurinn sem ég hef elt á röndum (enska: stalk) á blaðamannsferli mínum. Ég hefði aldrei enst lengi á DV. --- --- --- Þannig var að sumarið 2000 var ég í Máli & menningu eitt blíðviðriskvöld. Rakst þar á áberandi sköllóttan mann sem ég þóttist kannast við - sá fljótt að þetta var William Hague, formaður breska Íhaldsflokksins. Með honum var unnusta hans Ffion sem þá var talsvert í fréttum. Enginn annar en ég virtist bera kennsl á skötuhjúin. Þetta sumar varð ekki þverfótað fyrir frægu fólki á Íslandi. Mér fannst þetta dálítið skúbb, hringdi í kvikmyndatökumann af Skjá einum þar sem ég vann, elti svo Hague fótgangandi niður á Tjörn, svo upp Þingholtin, þangað til ég loks náði honum á Skólavörðuholti. Þar tók ég viðtal við hann. Það sem stóð upp úr var að Hague virtist ekkert þekkja til Davíðs Oddssonar, eða allavega gaf hann ekkert út á það. Ég tjáði honum að það væri miður - Oddsson væri einhver sigursælasti íhaldsmaður á Vesturlöndum. Stýrði flokk sínum og þjóð með járnaga. Hann gæti kennt breskum íhaldsmönnum ýmislegt í pólitík. Gæti jafnvel haldið námskeið fyrir þá. --- --- --- Ég sagði nokkrum kunningjum mínum í Sjálfstæðisflokknum frá þessu og þeim þótti illt að heyra um vanþekkingu Hagues. Voru held ég hálf móðgaðir fyrir hönd Davíðs. Hins vegar held ég að Davíð hefði getað spjarað sig í pólitík hvar sem er í heiminum; já, hann hefði jafnvel getað orðið formaður breska Íhaldsflokksins ef örlögin hefðu hagað því svo. Altént hefði Davíð örugglega verið hæfari en eftirmaður Hagues - þá völdu þeir skoplegan gamlan majór úr hernum, Ian Duncan Smith, sem var í essinu sínu meðal gamla fólksins á kirkjubasörum í Cotswolds, en virkaði eins og álka í fjölmenningarsamfélaginu í London. --- --- --- Annars þykir Wiilliam Hague mikill greindarmaður, þótt hann hafi útlitið að vissu leyti á móti sér. Frasinn "fóstur í jakkafötum" hefði getað verið saminn um hann. Ég er ekki frá því að hann hafi verið pínu óhugnanlegur á að líta þegar hann sextán ára flutti fræga ræðu þar sem hann mærði Margréti Thatcher á flokksþingi Íhaldsflokksins. Hann var svo aðeins 36 ára þegar hann var kjörinn formaður flokksins. En Hague þurfti ekki að kemba hærurnar í formanssætinu. Þetta var líka vonlaust verkefni á þessum árum; Tony Blair valtaði yfir hann eins og eimreið. Síðan hefur Hague meðal annars fengist við að skrifa ævisögu Pitts yngri, sem varð forsætisráðherra Bretlands aðeins 24 ára. Hague hefur ekki dregið dul á að Pitt sé fyrirmynd hans. Hann er að mörgu leyti áhugaverðari maður en David Cameron sem hefur það helst sér til framdráttar að hann minnir á Tony Blair og er til í setja öll hefðbundin stefnumál Íhaldsflokksins í loft upp, gerast ógnar meyr og miðjusinnaður - taka í rauninni upp blairisma - til að ná völdum. Það segir sitt um hugsjónalausa pólitík nútimans að honum virðist jafnvel ætla að takast þetta. --- --- --- Hin fræga hafnaboltahúfa Hagues. Annars er sagt að William Hague eigi einn af þremur stærstu afleikjum í breskri pólitík á síðustu árum - það er að segja hvað varðar almannatengsl. Sá fyrsti var þegar Neil Kinnock, nýorðinn formaður Verkamannaflokksins, fór í göngutúr með blaðamönnum á ströndinni í Brighton - og datt beint á hausinn. Svo var það Hague sem mætti með hafnaboltahúfu þar sem var letrað stórum stöfum "Hague" í skemmtigarð stuttu eftir að hann varð formaður; þetta þótti grátlega hallærisleg tilraun til að höfða til ungs fólks. Loks er það svo vera þingmannsins og trúðsins Georges Galloway í sjónvarpsþættinum Big Brother - það þykir slá allt út í eftirsókn eftir fjölmiðlaathygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Í Morgunblaðinu er sagt frá því að Geir Haarde hafi átt fund með William Hague, þeim er nú fer með utanríkismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins á Bretlandi. Hague er eini maðurinn sem ég hef elt á röndum (enska: stalk) á blaðamannsferli mínum. Ég hefði aldrei enst lengi á DV. --- --- --- Þannig var að sumarið 2000 var ég í Máli & menningu eitt blíðviðriskvöld. Rakst þar á áberandi sköllóttan mann sem ég þóttist kannast við - sá fljótt að þetta var William Hague, formaður breska Íhaldsflokksins. Með honum var unnusta hans Ffion sem þá var talsvert í fréttum. Enginn annar en ég virtist bera kennsl á skötuhjúin. Þetta sumar varð ekki þverfótað fyrir frægu fólki á Íslandi. Mér fannst þetta dálítið skúbb, hringdi í kvikmyndatökumann af Skjá einum þar sem ég vann, elti svo Hague fótgangandi niður á Tjörn, svo upp Þingholtin, þangað til ég loks náði honum á Skólavörðuholti. Þar tók ég viðtal við hann. Það sem stóð upp úr var að Hague virtist ekkert þekkja til Davíðs Oddssonar, eða allavega gaf hann ekkert út á það. Ég tjáði honum að það væri miður - Oddsson væri einhver sigursælasti íhaldsmaður á Vesturlöndum. Stýrði flokk sínum og þjóð með járnaga. Hann gæti kennt breskum íhaldsmönnum ýmislegt í pólitík. Gæti jafnvel haldið námskeið fyrir þá. --- --- --- Ég sagði nokkrum kunningjum mínum í Sjálfstæðisflokknum frá þessu og þeim þótti illt að heyra um vanþekkingu Hagues. Voru held ég hálf móðgaðir fyrir hönd Davíðs. Hins vegar held ég að Davíð hefði getað spjarað sig í pólitík hvar sem er í heiminum; já, hann hefði jafnvel getað orðið formaður breska Íhaldsflokksins ef örlögin hefðu hagað því svo. Altént hefði Davíð örugglega verið hæfari en eftirmaður Hagues - þá völdu þeir skoplegan gamlan majór úr hernum, Ian Duncan Smith, sem var í essinu sínu meðal gamla fólksins á kirkjubasörum í Cotswolds, en virkaði eins og álka í fjölmenningarsamfélaginu í London. --- --- --- Annars þykir Wiilliam Hague mikill greindarmaður, þótt hann hafi útlitið að vissu leyti á móti sér. Frasinn "fóstur í jakkafötum" hefði getað verið saminn um hann. Ég er ekki frá því að hann hafi verið pínu óhugnanlegur á að líta þegar hann sextán ára flutti fræga ræðu þar sem hann mærði Margréti Thatcher á flokksþingi Íhaldsflokksins. Hann var svo aðeins 36 ára þegar hann var kjörinn formaður flokksins. En Hague þurfti ekki að kemba hærurnar í formanssætinu. Þetta var líka vonlaust verkefni á þessum árum; Tony Blair valtaði yfir hann eins og eimreið. Síðan hefur Hague meðal annars fengist við að skrifa ævisögu Pitts yngri, sem varð forsætisráðherra Bretlands aðeins 24 ára. Hague hefur ekki dregið dul á að Pitt sé fyrirmynd hans. Hann er að mörgu leyti áhugaverðari maður en David Cameron sem hefur það helst sér til framdráttar að hann minnir á Tony Blair og er til í setja öll hefðbundin stefnumál Íhaldsflokksins í loft upp, gerast ógnar meyr og miðjusinnaður - taka í rauninni upp blairisma - til að ná völdum. Það segir sitt um hugsjónalausa pólitík nútimans að honum virðist jafnvel ætla að takast þetta. --- --- --- Hin fræga hafnaboltahúfa Hagues. Annars er sagt að William Hague eigi einn af þremur stærstu afleikjum í breskri pólitík á síðustu árum - það er að segja hvað varðar almannatengsl. Sá fyrsti var þegar Neil Kinnock, nýorðinn formaður Verkamannaflokksins, fór í göngutúr með blaðamönnum á ströndinni í Brighton - og datt beint á hausinn. Svo var það Hague sem mætti með hafnaboltahúfu þar sem var letrað stórum stöfum "Hague" í skemmtigarð stuttu eftir að hann varð formaður; þetta þótti grátlega hallærisleg tilraun til að höfða til ungs fólks. Loks er það svo vera þingmannsins og trúðsins Georges Galloway í sjónvarpsþættinum Big Brother - það þykir slá allt út í eftirsókn eftir fjölmiðlaathygli.