Lífið

Opið aðra hvora helgi í vetur

Ákveðið hefur verið að hafa opið í Kerlingarfjöllum aðra hvora helgi í vetur til að mæta eftirspurn frá vélsleða- og jeppamönnum. Þetta hefur mælst vel fyrir og nú þegar liggja fyrir margar bókanir.

Fannborg ehf, sem rekið hefur ferðamannaþjónustu Í Kerlingafjöllum samfellt síðan félagið var stofnað árið 1964, hefur frá árinu 2000 einbeitt sér að reka gistiþjónustu, en fram til þess tíma var megináherslan rekstir Skíðaskóla og þjónustu tengdri henni.

Kerlingarfjallasvæðið er meðal áhugaverðustu útivistarsvæða landsins hvort sem litið er til landslags, jarðfræði eða víðsýni, enda er í Kerlingarfjöllum, einn fárra staða þar sem hægt er að sjá til sjávar bæði fyrir norðan og sunnan land.

Með merkingu gönguleiða og útgáfu göngukorta hefur Fannborg lagt sitt af mörkum til að gera landið aðgengilegra. Sívaxandi fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggja nú leið sína í Kerlingarfjöll, sumar sem vetur, til að njóta einstakrar náttúru svæðisins.

Ný heimasíða hefur jafnframt litið dagsins ljós og er þar að finna ýmsan fróðleik og myndir frá svæðinu. Slóðin er www.kerlingarfjoll.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.