Um fordóma og fáfræði 19. janúar 2006 00:11 Það er algengt mælskubragð núorðið að ásaka þá sem ekki eru sammála manni um fordóma. Þeir sem er núið slíkt um nasir verða yfirleitt kjaftstopp. Öllum finnst óþægilegt að fá á sig þennan stimpil. Biskupinn yfir Íslandi er sagður vera bæði fáfróður og fordómafullur. Hann vill bíða með að leyfa kirkjuvígslur samkynhneigðra. Lét falla þau orð að ekki mætti varpa hjónabandinu á sorphauga. Kannski var það ekki mjög smekkleg líking. Líklega var hann að meina hinn margfræga ruslahaug sögunnar. Prestar hafa komið fram hver um annan þveran og sagt að þetta sé óheppilegt hjá biskupi - mistök segja þeir sem taka sterkast til orða. Einn prestur hringdi í mig og sagðist sjá straum af fólki fara út um dyrnar á kirkjunni. Ég spurði hvort hann óttaðist ekki að sjá straum af fólki fara út um aðrar dyr ef kirkjan færi að gefa samkynhneigða saman. Mér fannst eins og prestinum þætti ekkert sérlega alvarlegt að missa það fólk. --- --- --- Þetta tal um fordóma er stundum svolítið billegt, þótt erfitt sé að verjast því. Margir sem hafa látið hátt um þetta mál telja sig ekki einu sinni vera kristna, sumir mundu vart hafa áhuga á kirkjunni í öðru samhengi en neikvæðu - eru jafnvel herskáir trúleysingjar eins og virðist vera dálítið í tísku meðal ungra karlmanna þessa dagana. Sjálfur er ég kominn af kristinni fjölskyldu, hef umgengist trúað fólk allt mitt líf - án þess þó að ég telji mig hafa neitt umboð til að tala í nafni kirkjunnar. Flest af þessu fólki er gott og grandvart, umburðarlynt og kærleiksríkt, sumt hefur lifað lífi sem einkennist af mikilli fórnfýsi, en mér heyrist að margt af því eigi erfitt með að sætta sig við kirkjuvígslur samkynhneigðra. Það er ekki vegna fordóma eða fáfræði - ég vil leyfa mér að henda þeim orðum á haug - heldur viðhorfa sem er erfitt að kasta burt í einu vetfangi. Það álítur eins og biskupinn að breytingarnar séu óþægilega hraðar; samtíminn sé óþarflega ágengur og frekur. --- --- --- Biskupinn yfir Íslandi hefur heldur aldrei slegið mig sem sérlega fordómafullur maður. Hann er yfirmaður kirkju sem er hætt að leggja áherslu á brennistein, helvíti, synd og útskúfun, en heldur sig meira á slóðum kærleiksboðskaparins - stundum þannig að kenningin virkar nokkuð hálfvelgjuleg. Hins vegar mun kaþólska kirkjan seint leyfa hjónabönd samkynhneigðra - þar þykja kvenprestar til dæmis ennþá alltof rótttæk hugmynd. --- --- --- Á aðeins þremur áratugum hefur miðað stórkostlega í réttindabaráttu samkynhneigðra; þetta er einhver sigursælasta réttindabarátta í mannkynssögunni. Sem er alveg frábært. Á Vesturlöndum má segja að viðhorfin hafi alveg snúist við. Núorðið njóta réttindi samkynhneigðra svo almennrar viðurkenningar að þeir sem vilja kasta rýrð á þau segja sig hálfpartinn úr samfélaginu - þykja ekki húsum hæfir. Fá til dæmis helst ekki að koma í fjölmiðla. Þetta sýna best viðbrögðin við orðum biskups og skammirnar sem hafa dunið á honum úr öllum áttum. Fyrir margt samkynhneigt fólk hefur þessi réttindabarátta líka orðið sjálft inntak tilverunnar; það er ekki sá kimi sem hún nær ekki út í - á þá þá hliðina getur líka skort umburðarlyndi. --- --- --- Jonathan Freedland skrifar grein í The Guardian þar sem hann fjallar um einkennilega þróun í lögreglumálum á Bretlandi. Hann nefnir dæmi um fólk sem hefur sætt lögreglurannsókn vegna niðrandi ummæla um samkynhneigð - fáránlegasta dæmið er um ungan háskólanema sem var handtekinn fyrir að segja að hross lögregluþjóns væri gay. Freedland segir líka frá eldri hjónum í Lancashire sem dreifðu bæklingum um kristna trú, að eigin sögn til að vega upp á móti ritum sem fjölluðu um samkynhneigð. Þau lentu í lögreglunni vegna "hómófóbíu". Önnur dæmi um fólk sem hefur komist í kast við lögregluna vegna slíkra viðhorfa eru múslimaleiðtogi sem sagði í sjónvarpi að ekki væri hægt að sætta sig við samkynhneigð og baráttukona fyrir fjölskyldugildum sem sagði í útvarpi að samkynhneigðir ættu ekki að fá að ættleiða börn. Við erum líklega fæst sammála þessu fólki. En við eigum heldur ekki að láta yfir okkur ganga pólitíska rétthugsun sem er gengin af göflunum, þar sem hugsanir og hugmyndir eru orðnar glæpsamlegar. --- --- --- Talandi um herskátt trúleysi. Það þykir allt í lagi að lemja kröftuglega á trúuðu fólki. Í Bretlandi er nýbúið að sýna sjónvarpsþætti eftir Richard Dawkins, eitt helsta átrúnaðargoð trúleysingja, þar sem hann líkir trúnni við veirusýkingu og flokkar barnatrú með misnotkun á börnum. Þættirnir heita Rót alls ills - hvorki meira né minna. Sjálfur boðar Dawkins hugmyndir sem byggja á "eigingjarna erfðaefninu" - það er í sjálfu sér áhugaverð kenning en heldur nöturleg. Menn eins og hann verið að boða endalok trúarbragðanna í mörg hundruð ár - við minnumst til dæmis Voltaires og frægra orða hans: Écrasez l'infâme! - en ekki enn orðið að ósk sinni. Meira um það síðar, en nefna má að bæði kommúnismi og nasismi eru afsprengi skynsemishyggju, gerðu meira að segja tilkall til að vera einhvers konar vísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er algengt mælskubragð núorðið að ásaka þá sem ekki eru sammála manni um fordóma. Þeir sem er núið slíkt um nasir verða yfirleitt kjaftstopp. Öllum finnst óþægilegt að fá á sig þennan stimpil. Biskupinn yfir Íslandi er sagður vera bæði fáfróður og fordómafullur. Hann vill bíða með að leyfa kirkjuvígslur samkynhneigðra. Lét falla þau orð að ekki mætti varpa hjónabandinu á sorphauga. Kannski var það ekki mjög smekkleg líking. Líklega var hann að meina hinn margfræga ruslahaug sögunnar. Prestar hafa komið fram hver um annan þveran og sagt að þetta sé óheppilegt hjá biskupi - mistök segja þeir sem taka sterkast til orða. Einn prestur hringdi í mig og sagðist sjá straum af fólki fara út um dyrnar á kirkjunni. Ég spurði hvort hann óttaðist ekki að sjá straum af fólki fara út um aðrar dyr ef kirkjan færi að gefa samkynhneigða saman. Mér fannst eins og prestinum þætti ekkert sérlega alvarlegt að missa það fólk. --- --- --- Þetta tal um fordóma er stundum svolítið billegt, þótt erfitt sé að verjast því. Margir sem hafa látið hátt um þetta mál telja sig ekki einu sinni vera kristna, sumir mundu vart hafa áhuga á kirkjunni í öðru samhengi en neikvæðu - eru jafnvel herskáir trúleysingjar eins og virðist vera dálítið í tísku meðal ungra karlmanna þessa dagana. Sjálfur er ég kominn af kristinni fjölskyldu, hef umgengist trúað fólk allt mitt líf - án þess þó að ég telji mig hafa neitt umboð til að tala í nafni kirkjunnar. Flest af þessu fólki er gott og grandvart, umburðarlynt og kærleiksríkt, sumt hefur lifað lífi sem einkennist af mikilli fórnfýsi, en mér heyrist að margt af því eigi erfitt með að sætta sig við kirkjuvígslur samkynhneigðra. Það er ekki vegna fordóma eða fáfræði - ég vil leyfa mér að henda þeim orðum á haug - heldur viðhorfa sem er erfitt að kasta burt í einu vetfangi. Það álítur eins og biskupinn að breytingarnar séu óþægilega hraðar; samtíminn sé óþarflega ágengur og frekur. --- --- --- Biskupinn yfir Íslandi hefur heldur aldrei slegið mig sem sérlega fordómafullur maður. Hann er yfirmaður kirkju sem er hætt að leggja áherslu á brennistein, helvíti, synd og útskúfun, en heldur sig meira á slóðum kærleiksboðskaparins - stundum þannig að kenningin virkar nokkuð hálfvelgjuleg. Hins vegar mun kaþólska kirkjan seint leyfa hjónabönd samkynhneigðra - þar þykja kvenprestar til dæmis ennþá alltof rótttæk hugmynd. --- --- --- Á aðeins þremur áratugum hefur miðað stórkostlega í réttindabaráttu samkynhneigðra; þetta er einhver sigursælasta réttindabarátta í mannkynssögunni. Sem er alveg frábært. Á Vesturlöndum má segja að viðhorfin hafi alveg snúist við. Núorðið njóta réttindi samkynhneigðra svo almennrar viðurkenningar að þeir sem vilja kasta rýrð á þau segja sig hálfpartinn úr samfélaginu - þykja ekki húsum hæfir. Fá til dæmis helst ekki að koma í fjölmiðla. Þetta sýna best viðbrögðin við orðum biskups og skammirnar sem hafa dunið á honum úr öllum áttum. Fyrir margt samkynhneigt fólk hefur þessi réttindabarátta líka orðið sjálft inntak tilverunnar; það er ekki sá kimi sem hún nær ekki út í - á þá þá hliðina getur líka skort umburðarlyndi. --- --- --- Jonathan Freedland skrifar grein í The Guardian þar sem hann fjallar um einkennilega þróun í lögreglumálum á Bretlandi. Hann nefnir dæmi um fólk sem hefur sætt lögreglurannsókn vegna niðrandi ummæla um samkynhneigð - fáránlegasta dæmið er um ungan háskólanema sem var handtekinn fyrir að segja að hross lögregluþjóns væri gay. Freedland segir líka frá eldri hjónum í Lancashire sem dreifðu bæklingum um kristna trú, að eigin sögn til að vega upp á móti ritum sem fjölluðu um samkynhneigð. Þau lentu í lögreglunni vegna "hómófóbíu". Önnur dæmi um fólk sem hefur komist í kast við lögregluna vegna slíkra viðhorfa eru múslimaleiðtogi sem sagði í sjónvarpi að ekki væri hægt að sætta sig við samkynhneigð og baráttukona fyrir fjölskyldugildum sem sagði í útvarpi að samkynhneigðir ættu ekki að fá að ættleiða börn. Við erum líklega fæst sammála þessu fólki. En við eigum heldur ekki að láta yfir okkur ganga pólitíska rétthugsun sem er gengin af göflunum, þar sem hugsanir og hugmyndir eru orðnar glæpsamlegar. --- --- --- Talandi um herskátt trúleysi. Það þykir allt í lagi að lemja kröftuglega á trúuðu fólki. Í Bretlandi er nýbúið að sýna sjónvarpsþætti eftir Richard Dawkins, eitt helsta átrúnaðargoð trúleysingja, þar sem hann líkir trúnni við veirusýkingu og flokkar barnatrú með misnotkun á börnum. Þættirnir heita Rót alls ills - hvorki meira né minna. Sjálfur boðar Dawkins hugmyndir sem byggja á "eigingjarna erfðaefninu" - það er í sjálfu sér áhugaverð kenning en heldur nöturleg. Menn eins og hann verið að boða endalok trúarbragðanna í mörg hundruð ár - við minnumst til dæmis Voltaires og frægra orða hans: Écrasez l'infâme! - en ekki enn orðið að ósk sinni. Meira um það síðar, en nefna má að bæði kommúnismi og nasismi eru afsprengi skynsemishyggju, gerðu meira að segja tilkall til að vera einhvers konar vísindi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun