Of gott fyrir þessa þjóð? 14. janúar 2006 13:38 Í leiðara Fréttablaðsins í dag stendur að DV hafi ekki bara ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hafi blaðið líka hik- og refjalaust flutt fréttir af auðmönnum, stjórnmálamönnum, frægðarfólki og öðrum sem eiga mikið undir sér. Jú, kannski. Það verður samt að taka fram að DV hefur alltaf gætt þess vandlega að flytja ekki fréttir af Baugsmönnum sem geta talist neikvæðar. Blaðið hefur hins vegar veitt óvinum Baugs mörg væn högg. --- --- --- Hugsanlega fell ég í flokkinn frægðarfólk - veit það ekki, það er svo bjánalegt að vera frægur á Íslandi. En ég hef tvö nýleg dæmi um þetta, nefni þau ekki vegna þess að mér finnist þau sérlega mikilvæg - þau varpa bara ljósi á vinnubrögðin: Rétt eftir áramót hringdi í mig ungur blaðamaður frá DV - reyndar sá sami og skrifaði fréttina um manninn á Ísafirði - hann vildi bara spjalla heyrðist mér. Ég var að flýta mér og sagði að ég væri sáttur við lífið og tilveruna. Þegar ég opnaði blaðið daginn eftir sá ég að var búið að tengja þetta spjall við fáránlega frétt um hvað ég hef í laun. Kolranga auðvitað. Þetta var svo endurtekið marga daga í röð. --- --- --- Ég hafði ekki fyrir að leiðrétta þetta, hefði auðvitað átt að vera búinn að læra að svara ekki DV. En nokkrum dögum síðar hringir í mig blaðakona af DV sem ég þekki af góðu einu. Hún var reyndar til skamms tíma hjá Fréttablaðinu - eldveggirnir hjá 365 eru ekki sterkari en svo að stöðugt er verið að skáka fólki milli miðla. Konan spurði mig hvaða ráð ég hefði til að sigrast á skammdeginu. Ég var ekkert sérlega andríkur, sagði að líklega væri best að skreppa aðeins til útlanda, þakkaði í leiðinni fyrir að vera ekki uppi á tíma forfeðra minna sem sáu varla ljóstýru svo mánuðum skipti á veturna. Nokkrum dögum síðar sé ég svo uppsláttinn í helgarblaði DV - rakst fyrst á þetta á forsíðunni sem ætíð er prentuð í Fréttablaðinu. Það er raunar sú mynd sem flestir Íslendingar fá af DV. Þarna voru myndir af nokkrum þekktum einstaklingum en fyrirsögnin var:Íslendingar og þunglyndið. Aldrei hafði mér verið tjáð að greinin ætti að fjalla um það. Enda myndi ég ekki ræða þunglyndi mitt við DV. En marga daga á eftir var fólk út um allan bæ að spyrja hvernig þetta væri með mig og þunglyndið. --- --- --- Jú, þetta eru hik- og refjalausar fréttir; það vantar svosem ekki. En þær eru afbakaðar og í mörgum tilvikum rangar, enda aflað á fölskum forsendum - það er verið að spenna gildru fyrir viðfangsefni fréttarinnar. Fréttamenn hringja með ógurlegri stimamýkt - fólk veit svo ekki af fyrr en það er lent í einhverri kvörn. Ef fjölmiðlamaður í heilan aldarfjórðung eins og ég kann ekki að varast þetta - hvað þá með almenning, þá sem vita ekkert um hvernig fjölmiðlar starfa? --- --- --- Ekki verður vart neinna iðrunarmerkja hjá Eiríki Jónssyni í DV í morgun. Mér sýnist að hann telji að blaðið hafi hvergi misstigið sig - enda er hann einn helsti hugmyndafræðingur þess. Eiríkur kvartar undan hræsni í umfjöllun um DV og varpar fram þeirri spurningu hvort blaðið sé "of gott" fyrir þessa þjóð? Þegar Jónína Benediktsdóttir kom í þátt hjá mér síðastliðinn sunnudag og sagðist ætla að fara í mál við DV skrifaði Eiríkur í blaðið að hann gæti lofað því að hann myndi taka frá tuttugu forsíður handa Jónínu. Þetta eru auðvitað ekki annað en hótanir. Samkvæmt siðareglum Blaðamannafélagsins sem liðsmönnum DV þykja svo úreltar (meðal annars með þeim rökum að þær séu frá tímanum þegar Bítlarnir sungu She Loves You) telst mjög alvarlegt brot að hafa í hótunum vegna birtingar efnis. --- --- --- Annars er þetta að sönnu furðulegt ástand hjá 365. Allir eru að vinna á sömu torfunni, en hörðustu gagnrýnendur DV er að finna á NFS. Fréttablaðið er svo einhvers staðar þarna á milli. Þetta er allavega skrítinn grautur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í leiðara Fréttablaðsins í dag stendur að DV hafi ekki bara ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hafi blaðið líka hik- og refjalaust flutt fréttir af auðmönnum, stjórnmálamönnum, frægðarfólki og öðrum sem eiga mikið undir sér. Jú, kannski. Það verður samt að taka fram að DV hefur alltaf gætt þess vandlega að flytja ekki fréttir af Baugsmönnum sem geta talist neikvæðar. Blaðið hefur hins vegar veitt óvinum Baugs mörg væn högg. --- --- --- Hugsanlega fell ég í flokkinn frægðarfólk - veit það ekki, það er svo bjánalegt að vera frægur á Íslandi. En ég hef tvö nýleg dæmi um þetta, nefni þau ekki vegna þess að mér finnist þau sérlega mikilvæg - þau varpa bara ljósi á vinnubrögðin: Rétt eftir áramót hringdi í mig ungur blaðamaður frá DV - reyndar sá sami og skrifaði fréttina um manninn á Ísafirði - hann vildi bara spjalla heyrðist mér. Ég var að flýta mér og sagði að ég væri sáttur við lífið og tilveruna. Þegar ég opnaði blaðið daginn eftir sá ég að var búið að tengja þetta spjall við fáránlega frétt um hvað ég hef í laun. Kolranga auðvitað. Þetta var svo endurtekið marga daga í röð. --- --- --- Ég hafði ekki fyrir að leiðrétta þetta, hefði auðvitað átt að vera búinn að læra að svara ekki DV. En nokkrum dögum síðar hringir í mig blaðakona af DV sem ég þekki af góðu einu. Hún var reyndar til skamms tíma hjá Fréttablaðinu - eldveggirnir hjá 365 eru ekki sterkari en svo að stöðugt er verið að skáka fólki milli miðla. Konan spurði mig hvaða ráð ég hefði til að sigrast á skammdeginu. Ég var ekkert sérlega andríkur, sagði að líklega væri best að skreppa aðeins til útlanda, þakkaði í leiðinni fyrir að vera ekki uppi á tíma forfeðra minna sem sáu varla ljóstýru svo mánuðum skipti á veturna. Nokkrum dögum síðar sé ég svo uppsláttinn í helgarblaði DV - rakst fyrst á þetta á forsíðunni sem ætíð er prentuð í Fréttablaðinu. Það er raunar sú mynd sem flestir Íslendingar fá af DV. Þarna voru myndir af nokkrum þekktum einstaklingum en fyrirsögnin var:Íslendingar og þunglyndið. Aldrei hafði mér verið tjáð að greinin ætti að fjalla um það. Enda myndi ég ekki ræða þunglyndi mitt við DV. En marga daga á eftir var fólk út um allan bæ að spyrja hvernig þetta væri með mig og þunglyndið. --- --- --- Jú, þetta eru hik- og refjalausar fréttir; það vantar svosem ekki. En þær eru afbakaðar og í mörgum tilvikum rangar, enda aflað á fölskum forsendum - það er verið að spenna gildru fyrir viðfangsefni fréttarinnar. Fréttamenn hringja með ógurlegri stimamýkt - fólk veit svo ekki af fyrr en það er lent í einhverri kvörn. Ef fjölmiðlamaður í heilan aldarfjórðung eins og ég kann ekki að varast þetta - hvað þá með almenning, þá sem vita ekkert um hvernig fjölmiðlar starfa? --- --- --- Ekki verður vart neinna iðrunarmerkja hjá Eiríki Jónssyni í DV í morgun. Mér sýnist að hann telji að blaðið hafi hvergi misstigið sig - enda er hann einn helsti hugmyndafræðingur þess. Eiríkur kvartar undan hræsni í umfjöllun um DV og varpar fram þeirri spurningu hvort blaðið sé "of gott" fyrir þessa þjóð? Þegar Jónína Benediktsdóttir kom í þátt hjá mér síðastliðinn sunnudag og sagðist ætla að fara í mál við DV skrifaði Eiríkur í blaðið að hann gæti lofað því að hann myndi taka frá tuttugu forsíður handa Jónínu. Þetta eru auðvitað ekki annað en hótanir. Samkvæmt siðareglum Blaðamannafélagsins sem liðsmönnum DV þykja svo úreltar (meðal annars með þeim rökum að þær séu frá tímanum þegar Bítlarnir sungu She Loves You) telst mjög alvarlegt brot að hafa í hótunum vegna birtingar efnis. --- --- --- Annars er þetta að sönnu furðulegt ástand hjá 365. Allir eru að vinna á sömu torfunni, en hörðustu gagnrýnendur DV er að finna á NFS. Fréttablaðið er svo einhvers staðar þarna á milli. Þetta er allavega skrítinn grautur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun