„Hika ei við það mark sem vel er sett“ 31. desember 2006 06:00 Það ár sem sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Brottför varnarliðs Bandaríkjanna eftir meir en hálfrar aldar veru í landinu markaði vissulega mót tveggja tíma. Hjá því getur ekki farið að í kjölfar þess verður að ýmsu að hyggja varðandi stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Íslensk fyrirtæki hafa enn á ný brotið nýjar lendur í fjárfestingum erlendis. Þar er unnið af metnaði og skarpskyggni í nýju alþjóðasamfélagi viðskipta. Það hefur opnað smáum þjóðum ekki síður en þeim stærri ný tækifæri. En hvað sem öllu þessu líður má færa fyrir því gild rök að á þessu ári hafi mestu máli skipt ræða Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands 25. febrúar. Þar var lýst því markmiði skólans að komast í fremstu röð vísinda- og kennslustofnana. Einhverjum kann að hafa brugðið í brún. Vonandi er það svo að sem allra flestir hafi hrokkið við. Víst er að þetta er hátimbrað verkefni. Það kallar um margt á nýja hugsun og krefst framsýni með trú á fjárfestingu í menntun. Kjarni þessa máls er þó sá að þetta markmið er ekki hærra en það sem fámenn og fátæk þjóð setti sér fyrir meir en öld: Að eignast eigin háskóla. Sú þjóð er nú í hópi þeirra ríkustu. Því marki hefur hún náð ekki síst fyrir þá sök að hún er ágætlega menntuð. Að baki febrúarræðu háskólarektors lá vönduð og markviss stefnumörkun innan skólans. Niðurstaðan var með vissum hætti svar við spurningu menntamálaráðherra sem skotið var fram við upphaf þeirrar vinnu. Ráðherrann spurði einfaldlega hvað til þyrfti svo að Háskólinn mætti komast í hóp þeirra hundrað bestu í heiminum. Svarið var afdráttarlaust. Nú stendur upp á stjórnmálin í landinu að sýna fram á hvernig Háskólinn fær framlög og getur að öðru leyti aflað tekna til þess að gera það sem til þarf svo að markmiðinu megi ná. Sýnt hefur verið fram á með rannsókn á íslenska hagkerfinu að nærri lætur að helmingur allrar framleiðniaukningar á rætur í fjárfestingu í háskólamenntun. Þessi staðreynd segir þá sögu eina að ekki er unnt að ganga út frá því sem vísu að við höldum stöðu landsins í hópi þeirra ríkustu ef við eigum ekki háskóla sem stenst samanburð við það besta. Ræða háskólarektors getur vitaskuld fallið í gleymsku og dá. Það hefur áður orðið hlutskipti margs sem vel hefur verið hugsað og sagt. Slíkt bæri hins vegar vott um skammsýni sem þjóðin hefur ekki efni á. Við áraskipti fyrir meir en öld brýndi Hannes Hafstein landa sína af skáldlegum þrótti til þess að þora að fylgja réttu og horfa hátt. Og það á engu síður við nú að „hika ei við það mark, sem vel er sett." Enginn á að þurfa að fara í grafgötur um að það er vel sett mark að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Verði það að veruleika má lengi hafa þetta ár í minnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun
Það ár sem sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Brottför varnarliðs Bandaríkjanna eftir meir en hálfrar aldar veru í landinu markaði vissulega mót tveggja tíma. Hjá því getur ekki farið að í kjölfar þess verður að ýmsu að hyggja varðandi stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Íslensk fyrirtæki hafa enn á ný brotið nýjar lendur í fjárfestingum erlendis. Þar er unnið af metnaði og skarpskyggni í nýju alþjóðasamfélagi viðskipta. Það hefur opnað smáum þjóðum ekki síður en þeim stærri ný tækifæri. En hvað sem öllu þessu líður má færa fyrir því gild rök að á þessu ári hafi mestu máli skipt ræða Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands 25. febrúar. Þar var lýst því markmiði skólans að komast í fremstu röð vísinda- og kennslustofnana. Einhverjum kann að hafa brugðið í brún. Vonandi er það svo að sem allra flestir hafi hrokkið við. Víst er að þetta er hátimbrað verkefni. Það kallar um margt á nýja hugsun og krefst framsýni með trú á fjárfestingu í menntun. Kjarni þessa máls er þó sá að þetta markmið er ekki hærra en það sem fámenn og fátæk þjóð setti sér fyrir meir en öld: Að eignast eigin háskóla. Sú þjóð er nú í hópi þeirra ríkustu. Því marki hefur hún náð ekki síst fyrir þá sök að hún er ágætlega menntuð. Að baki febrúarræðu háskólarektors lá vönduð og markviss stefnumörkun innan skólans. Niðurstaðan var með vissum hætti svar við spurningu menntamálaráðherra sem skotið var fram við upphaf þeirrar vinnu. Ráðherrann spurði einfaldlega hvað til þyrfti svo að Háskólinn mætti komast í hóp þeirra hundrað bestu í heiminum. Svarið var afdráttarlaust. Nú stendur upp á stjórnmálin í landinu að sýna fram á hvernig Háskólinn fær framlög og getur að öðru leyti aflað tekna til þess að gera það sem til þarf svo að markmiðinu megi ná. Sýnt hefur verið fram á með rannsókn á íslenska hagkerfinu að nærri lætur að helmingur allrar framleiðniaukningar á rætur í fjárfestingu í háskólamenntun. Þessi staðreynd segir þá sögu eina að ekki er unnt að ganga út frá því sem vísu að við höldum stöðu landsins í hópi þeirra ríkustu ef við eigum ekki háskóla sem stenst samanburð við það besta. Ræða háskólarektors getur vitaskuld fallið í gleymsku og dá. Það hefur áður orðið hlutskipti margs sem vel hefur verið hugsað og sagt. Slíkt bæri hins vegar vott um skammsýni sem þjóðin hefur ekki efni á. Við áraskipti fyrir meir en öld brýndi Hannes Hafstein landa sína af skáldlegum þrótti til þess að þora að fylgja réttu og horfa hátt. Og það á engu síður við nú að „hika ei við það mark, sem vel er sett." Enginn á að þurfa að fara í grafgötur um að það er vel sett mark að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Verði það að veruleika má lengi hafa þetta ár í minnum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun