Köld slóð - Tvær stjörnur Bergsteinn Sigurðsson skrifar 30. desember 2006 00:01 Faglega unnin og útlit til fyrirmyndar sem bætir þó ekki upp fyrir brokkgenga og alltof oft ótrúverðuga atburðarás. Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni. Þar kynnist hann Freyju sem býr á bæ í grenndinni og sér starfsmönnum virkjunarinnar fyrir vistum. Baldur kemst hins vegar fljótlega að því að vinnufélagarnir eru lítt hrifnir af snuðrinu í honum, enda lóna aðrir og eldri glæpir í bakgrunni, og þeir eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar til að losa sig við hann. Góðir sprettirKöld slóð hefur margt til brunns að bera og fléttan er snjöll í grunninn. Björn Brynjúlfur Björnsson á að baki langan feril í auglýsingagerð og kemur því ekki á óvart að útlit myndarinnar er til fyrirmyndar; kaldranaleg virkjunin er sérstaklega vel heppnað umhverfi fyrir spennumynd og býður upp á fjölmarga möguleika (í raun mesta furða að ekki hafi verið gerð mynd þar áður). Þá er reyfarinn heppilegur vettvangur til samfélagsrýni og virkjunin þjónar líka þeim tilgangi að sagan kallast á við samtíma sinn.Hér er sumsé uppskrift að trylli sem lofar góðu. Illu heilli hefði úrvinnslan mátt vera betri. Atburðarásin er brokkgeng og heldur ekki alltaf dampi en til að bæta það upp er gripið til brellna á borð hraðar klippingar og yfirdrifna tónlist við minnstu tilefni (tónlistin er reyndar einn helsti ljóður myndarinnar, stuðandi frá fyrsta atriði). Þegar á líður skellir Björn Brynjúlfur hins vegar á skeið og nær býsna góðum spretti, sem sýnir að með þéttara handriti og meiri keyrslu hefði Köld slóð getað orðið hörku aksjón. Grunnar persónurPersónur eru fáar en rista aftur á móti fæstar djúpt. Baldur er hrjáður maður og eirðarlaus í föðurleysi sínu, finnur fró í að gilja konur sem hann getur þó ekki tengst tryggðaböndum og skutlar móður sinni í tangó. Þröstur Leó Gunnarsson skilar rullunni hins vegar af stakri fagmennsku, er eðlilegur og tilgerðarlaus, meira að segja í undarlegum senum borð við baðferðina á hálendinu, sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það er lítil stígandi í samskiptum Baldurs og vinnufélaganna - þeir hafa ímugust á honum frá fyrstu stundu og þar við situr. Aldrei hef ég séð Helga Björnsson jafn yggldan á brún en hann sýnir að hann getur brugðið sér í hvaða kvikinda líki svo vel er. Tómas Lemarquis er skemmtilega kærulaus í hlutverki Sigga en hefði að ósekju mátt spila hann vitgrannari (hann skartar auk þess skrýtinni hárkollu sem stórfurðulegt gervinef Hilmis Snæs Guðnasonar stelur reyndar allri athygli frá). Elva Ósk er traust að vanda sem og Hjalti Rögnvaldsson, þótt umskiptin hefðu þolað meiri öfga. Aníta Briem er sæt í litlu hlutverki sem krefst ekki mikils meira. Leikhópurinn líður hins vegar allur fyrir að sitja uppi með texta sem er oft á tíðum stirðbusalegur. Ótraust jarðtengingFlétta myndarinnar lofar góðu framan af en er kannski helst til hefðbundin, allt er eftir bókinni og villuljósin á sínum stað, og fyrir vikið verður sagan fyrirsjáanleg á köflum. Þá er sveitarómantík ættuð frá fyrri hluta 20. aldar full fyrirferðarmikil fyrir þann sem þetta skrifar, (laskaða og lúna borgarbarnið finnur frið og ást í sveitinni) en það er svo sem smekksatriði. Málalyktir eru helst til farsælar miðað við það sem á undan er gengið en eru þó sýnu skárri en þegar töfraraunsæið yfirnáttúrulega fer að spila stóra rullu. Glæpasagan þarf að halda sig á jörðinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni. Þar kynnist hann Freyju sem býr á bæ í grenndinni og sér starfsmönnum virkjunarinnar fyrir vistum. Baldur kemst hins vegar fljótlega að því að vinnufélagarnir eru lítt hrifnir af snuðrinu í honum, enda lóna aðrir og eldri glæpir í bakgrunni, og þeir eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar til að losa sig við hann. Góðir sprettirKöld slóð hefur margt til brunns að bera og fléttan er snjöll í grunninn. Björn Brynjúlfur Björnsson á að baki langan feril í auglýsingagerð og kemur því ekki á óvart að útlit myndarinnar er til fyrirmyndar; kaldranaleg virkjunin er sérstaklega vel heppnað umhverfi fyrir spennumynd og býður upp á fjölmarga möguleika (í raun mesta furða að ekki hafi verið gerð mynd þar áður). Þá er reyfarinn heppilegur vettvangur til samfélagsrýni og virkjunin þjónar líka þeim tilgangi að sagan kallast á við samtíma sinn.Hér er sumsé uppskrift að trylli sem lofar góðu. Illu heilli hefði úrvinnslan mátt vera betri. Atburðarásin er brokkgeng og heldur ekki alltaf dampi en til að bæta það upp er gripið til brellna á borð hraðar klippingar og yfirdrifna tónlist við minnstu tilefni (tónlistin er reyndar einn helsti ljóður myndarinnar, stuðandi frá fyrsta atriði). Þegar á líður skellir Björn Brynjúlfur hins vegar á skeið og nær býsna góðum spretti, sem sýnir að með þéttara handriti og meiri keyrslu hefði Köld slóð getað orðið hörku aksjón. Grunnar persónurPersónur eru fáar en rista aftur á móti fæstar djúpt. Baldur er hrjáður maður og eirðarlaus í föðurleysi sínu, finnur fró í að gilja konur sem hann getur þó ekki tengst tryggðaböndum og skutlar móður sinni í tangó. Þröstur Leó Gunnarsson skilar rullunni hins vegar af stakri fagmennsku, er eðlilegur og tilgerðarlaus, meira að segja í undarlegum senum borð við baðferðina á hálendinu, sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það er lítil stígandi í samskiptum Baldurs og vinnufélaganna - þeir hafa ímugust á honum frá fyrstu stundu og þar við situr. Aldrei hef ég séð Helga Björnsson jafn yggldan á brún en hann sýnir að hann getur brugðið sér í hvaða kvikinda líki svo vel er. Tómas Lemarquis er skemmtilega kærulaus í hlutverki Sigga en hefði að ósekju mátt spila hann vitgrannari (hann skartar auk þess skrýtinni hárkollu sem stórfurðulegt gervinef Hilmis Snæs Guðnasonar stelur reyndar allri athygli frá). Elva Ósk er traust að vanda sem og Hjalti Rögnvaldsson, þótt umskiptin hefðu þolað meiri öfga. Aníta Briem er sæt í litlu hlutverki sem krefst ekki mikils meira. Leikhópurinn líður hins vegar allur fyrir að sitja uppi með texta sem er oft á tíðum stirðbusalegur. Ótraust jarðtengingFlétta myndarinnar lofar góðu framan af en er kannski helst til hefðbundin, allt er eftir bókinni og villuljósin á sínum stað, og fyrir vikið verður sagan fyrirsjáanleg á köflum. Þá er sveitarómantík ættuð frá fyrri hluta 20. aldar full fyrirferðarmikil fyrir þann sem þetta skrifar, (laskaða og lúna borgarbarnið finnur frið og ást í sveitinni) en það er svo sem smekksatriði. Málalyktir eru helst til farsælar miðað við það sem á undan er gengið en eru þó sýnu skárri en þegar töfraraunsæið yfirnáttúrulega fer að spila stóra rullu. Glæpasagan þarf að halda sig á jörðinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira