So Divided - þrjár stjörnur 29. desember 2006 11:30 So Divided ... And You Will Know Us By the Trail of Dead. Ekki beint vonbrigði en Trail of Dead á enn mikið inni. Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega var platan Source Tags & Codes ánægjuleg og hlaut hún einróma lof. Sömu sögu er ekki að segja um síðustu breiðskífu kappana, Worlds Apart, sem leit dagsins ljós árið 2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk frá Source Tags & Codes (fram eða aftur, um það er deilt. Ég kýs að kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn minni, lagasmíðarnar flóknari og öll umgjörð í fimmta veldi. Svolítið brogað hliðarstökk. Seldist illa og fékk falleinkunn víðast hvar sem að mínu mati var ósanngjarnt. Á nýjustu plötu sinni halda Trail of Dead-liðar áfram að feta sömu braut og á Worlds Apart. Hljómurinn er íburðarmikill en ekki ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt gríðarlega vel sleginn og dynjandi gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum. Oft reyndar skil ég ekki hvers vegna Trail of Dead er ekki frægari en hún er. Tónar sveitarinnar eru mun frambærilegri en þekktra háskólarokksveita en hún rúmast samt vel innan allra poppmarkaðsskilgreininga. Textar einkennast til dæmis af tilvistarkreppu og einhvers konar sjálfhverfu, afar egósentrískir. Inn á milli má síðan heyra fallegar kassagítarsballöður sem ættu að fá hvaða bandaríska tattóveraðan háskólagaur sem er til þess sýna á sér mjúku hliðarnar. Trail of Dead vantar samt sem áður ískyggilega mikið almennilegan slagara. Ekki að það sé slæmt að pæla í heildinni, þvert á móti, en þá er alltaf gaman og í raun nauðsynlegt þegar ákveðin lög standa upp úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin á So Divided sem er þó prýðisgripur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira