Tónlist

The Knife á toppnum

Hljómsveitin The Knife á bestu plötu ársins að mati tónlistarsíðunnar Pitchfork.
Hljómsveitin The Knife á bestu plötu ársins að mati tónlistarsíðunnar Pitchfork.

Silent Shout með sænsku hljómsveitinni The Knife hefur verið valin besta plata ársins af bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork.

Í öðru sæti varð hljómsveitin TV on the Radio með plötu sína Return to the Cookie Mountain. Joanne Newsom, sem hélt tónleika í Fríkirkjunni á þessu ári, lenti í þriðja sæti með plötuna Ys og á eftir henni kom Ghostface Killah með plötuna Fischcale. Í fimmta sætinu kom síðan hljómsveitin The Hold Steady með plötuna Boys and Girls in America.

Pitchfork hefur sömuleiðis valið hundrað bestu lög ársins. Þar var The Knife sömuleiðis áberandi ásamt öðrum sem voru á lista yfir plötur ársins. Mikla athygli vakti þó að lag Justin Timberlake, My Love, var valið lag ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.