Einn með gítarinn 21. desember 2006 11:00 Birgir Örn Steinarsson er hann var staddur í Barcelona á dögunum. Hann spilar í Hljómalind í kvöld. Mynd/Ricardo Gosalbo Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira