Sport

Murray getur orðið sá besti

Murray vann Federer í ágúst og kom sér þar með á kortið.
Murray vann Federer í ágúst og kom sér þar með á kortið. NordicPhotos/GettyImages

Sænska tennisgoðsögnin Björn Borg telur að Andy Murray sé sá eini sem getur skákað Roger Federer á næsta ári í tennisheiminum. Borg, fimmfaldur sigurvegari á Wimbledon mótinu telur einnig að hinn 19 ára gamli Murray geti orðið besti tenniskappi heimsins áður en langt um líður. Murray og Rafael Nadal voru þeir einu sem náðu að leggja Federer af velli á árinu 2006.

„Það verður athyglisvert að fylgjast með Murray. Hann hefur staðið sig frábærlega og ég held að hann hafi kraftinn og áræðnina til að verða sá allra besti. Ég held samt sem áður að meðan Roger hefur áhugann þá verði nokkur ár þar til honum verður velt úr sessi. Hann spilar ótrúlegan tennis og hefur í raun enga veikleika," sagði Borg. - hþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×