Rokkplata ársins? 13. desember 2006 16:00 Views of Distant Towns er ekki lengri en tæpur hálftími, en þvílíkur hálftími! Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Stjörnur: 4 Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira