Beth Ditto sigrar heiminn 13. desember 2006 10:15 Frumraun The Gossip er stórkostleg. Rokkið hefur eignast nýja súperstjörnu með söngkonunni Beth Ditto. Stjörnur: 4 Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira