Tónlist

Sviðin jörð á Grandrokki

Þeir Magnús R. Einarsson og Freyr Eyjólfsson skipa sveitina Sviðna jörð.
Þeir Magnús R. Einarsson og Freyr Eyjólfsson skipa sveitina Sviðna jörð.

Útgáfutónleikar vegna plötunnar „Lög til að skjóta sig við“ með Sviðinni jörð verða haldnir á Grandrokki á þriðjudagskvöld.

Platan hefur verið nefnd sorglegasta kántríplata Íslandssögunnar. Í hana fór hellingur af tárum oní bjórinn, þrír hjónaskilnaðir, tvær meðferðir, eitt gjaldþrot og sitthvað fleira sem enginn man. Sviðna jörð skipa Magnús R. Einarsson og Freyr Eyjólfsson. Þrettán ný, frumsamin lög með textum eftir Davíð Þór Jónson um eymdina, sorgina og þjáninguna og það að vera fullur á þriðjudegi eru á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.