Tónlist

Músík Monks í Múlanum

Tríó Andrésar Þórs leikur á DOMO í kvöld.
Tríó Andrésar Þórs leikur á DOMO í kvöld.

Sjöttu tónleikar í tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans fara fram á DOMO-bar, Þingholtsstræti 5, í kvöld en þar leikur A.S.A., tríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar djassgítarleikara.

Þema kvöldsins verður tónlist píanóleikarans og tónskáldsins Thelonious Monk sem er einn af mikilvægustu tónskáldum djasssögunnar og er einn fárra djass-ópusahöfunda sem skapaði sér hvað mesta sérstöðu í tónsmíðum sínum en handbragð hans þekkja djasstónlistarmenn og -unnendur úr mílufjarlægð.

Tríóið skipa auk Andrésar Þórs, Scott McLemore trommuleikari og orgelleikarinn Agnar Már Magnússon en þess má geta að allir meðlimir tríósins hafa sent frá sér nýjar plötur á árinu sem er að líða og verða tónsmíðar þær á sérstöku tónleikaverði fyrir þá sem eru að hamstra jólagjafir.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir þúsund krónur en fimm hundruð krónur fyrir nemendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.