Tónlist

Meiri háttar Majones-jól

Stórsveit Reykjavíkur og Bogomil Font halda útgáfutónleika á aðventunni.
Stórsveit Reykjavíkur og Bogomil Font halda útgáfutónleika á aðventunni.

Stórsveit Reykjavíkur heldur útgáfu- og jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir til að fagna útgáfu nýs geisladisks hljómsveitarinnar og stórsöngvarans Bogomils Font „Majones jól“, en hann er væntanlegur í hillur verslana. Á diskinum eru tólf íslensk og erlend jólalög í gamansömum útsetningum eftir Samúel J. Samúelsson sem jafnframt stýrir sveitinni og Daniel Nolgård.

Nýir textar eftir hagleiksmanninn Bogomil Font eru við nokkur erlendu laganna. Þess má geta að eitt nýtt jólalag er á diskinum, en höfundar þess eru Samúel J. Samúelsson og Bragi Ólafsson. Þetta er létt og skemmtileg jólaplata sem kemur öllum í gott jólaskap – líka þeim sem vilja það ekki! Stórsveit Reykjavíkur gefur út í samvinnu við Smekkleysu sem meðal annars annast dreifingu á gleðinni.

Þetta er í fjórða sinn sem Stórsveitin stendur fyrir árlegum jólatónleikum í Ráðhúsinu og hafa hinir fyrri notið mikilla vinsælda. Eins og undanfarin ár er aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.