Hinn fullkomni glæpur og aðrar sögur 28. nóvember 2006 10:00 The Decemberists ná að fylgja síðustu plötu listavel eftir, þó að það séu aðeins nokkrir mánuðir á milli útgáfanna. Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður. Útsetning þess er stórkostleg, eins og hún sé unnin fyrir leikhús. Sló mig alveg utan undir og gerði mig að einskærum aðdáenda þessarar sveitar. Sú plata var án efa með athyglisverðari útgáfum síðasta árs. Ég vonaði með mér að The Decemberists myndi hella sér meira í svipaða hluti. Að Colin myndi fara lengra með þessar tilraunir sínar, að „tónsetja” sögur eins og fyrir útvarpsleikrit. Hefði sáttur beðið í lengri tíma eftir slíku, en óvænt mætir sveitin aftur til leiks með nýja plötu, aðeins nokkrum mánuðum frá síðustu útgáfu. Þó að The Crane Wife fari ekki eins langt í að „tónsetja” sögur, eins og ég vonaði, þreifar Meloy þó svo sannarlega fyrir sér í útsetningum. Hann er orðinn ótrúlega fær lagahöfundur og útsetjari, og smellpassar inn í nýju „gerð úr við” indístefnuna sem nú ræður ríkjum eftir að listamenn á borð við Sufjan Stevens, Devendra Banhart og Joanna Newsom byrjuðu að þreifa fyrir sér í því að útsetja fyrir fleiri hljóðfæri en sín eigin. Tónlist The Decemberists er iðulega dramatísk, falleg og undir áhrifum frá keltneskri þjóðlagahefð. Þetta er þó ekkert írskt pöbbarokk fyrir sprelligosa, eins og Paparnir spila, heldur öllu yfirvegaðra og nær grasrótinni. Sveitin hoppar stundum úr einu yfir í annað en Á Crane Wife er þó nokkuð meira um poppsmíðar en á síðustu plötu. Best tekst sveitinni upp í lögunum Yankee Bayonet og hinu fáránlega grípandi The Perfect Crime no.2. Þetta er tónlist sem ætti að eiga vel við þá sem heilluðust af fyrri plötu The Magic Numbers. Mjög aðgengilegt og lýtalaust þó að þetta komi úr svolítið skringilegri átt. Colin er yfirleitt í hlutverki sögumanns í lögum sínum, er ljóðrænn og notar afar lærð orð hér og þar, og gæti þess vegna hæglega orðið hetja hjá orðelskum nemum í bókmenntafræðinni. The Crane Wife er ágætis fylgifiskur plötunnar frá því í fyrra og greinilegt að það verður léttara og léttara yfir þessari skemmtilegu sveit. Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður. Útsetning þess er stórkostleg, eins og hún sé unnin fyrir leikhús. Sló mig alveg utan undir og gerði mig að einskærum aðdáenda þessarar sveitar. Sú plata var án efa með athyglisverðari útgáfum síðasta árs. Ég vonaði með mér að The Decemberists myndi hella sér meira í svipaða hluti. Að Colin myndi fara lengra með þessar tilraunir sínar, að „tónsetja” sögur eins og fyrir útvarpsleikrit. Hefði sáttur beðið í lengri tíma eftir slíku, en óvænt mætir sveitin aftur til leiks með nýja plötu, aðeins nokkrum mánuðum frá síðustu útgáfu. Þó að The Crane Wife fari ekki eins langt í að „tónsetja” sögur, eins og ég vonaði, þreifar Meloy þó svo sannarlega fyrir sér í útsetningum. Hann er orðinn ótrúlega fær lagahöfundur og útsetjari, og smellpassar inn í nýju „gerð úr við” indístefnuna sem nú ræður ríkjum eftir að listamenn á borð við Sufjan Stevens, Devendra Banhart og Joanna Newsom byrjuðu að þreifa fyrir sér í því að útsetja fyrir fleiri hljóðfæri en sín eigin. Tónlist The Decemberists er iðulega dramatísk, falleg og undir áhrifum frá keltneskri þjóðlagahefð. Þetta er þó ekkert írskt pöbbarokk fyrir sprelligosa, eins og Paparnir spila, heldur öllu yfirvegaðra og nær grasrótinni. Sveitin hoppar stundum úr einu yfir í annað en Á Crane Wife er þó nokkuð meira um poppsmíðar en á síðustu plötu. Best tekst sveitinni upp í lögunum Yankee Bayonet og hinu fáránlega grípandi The Perfect Crime no.2. Þetta er tónlist sem ætti að eiga vel við þá sem heilluðust af fyrri plötu The Magic Numbers. Mjög aðgengilegt og lýtalaust þó að þetta komi úr svolítið skringilegri átt. Colin er yfirleitt í hlutverki sögumanns í lögum sínum, er ljóðrænn og notar afar lærð orð hér og þar, og gæti þess vegna hæglega orðið hetja hjá orðelskum nemum í bókmenntafræðinni. The Crane Wife er ágætis fylgifiskur plötunnar frá því í fyrra og greinilegt að það verður léttara og léttara yfir þessari skemmtilegu sveit. Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira