Erlent

Flestir óbreyttir fórust í október

Óvenju rólegt var í Bagdad á miðvikudag og nýttu borgarbúar sér tækifærið og keyptu í matinn.
Óvenju rólegt var í Bagdad á miðvikudag og nýttu borgarbúar sér tækifærið og keyptu í matinn. MYND/AP

Fleiri óbreyttir borgarar fórust í Írak í síðasta mánuði heldur en hafa farist á einum mánuði í nokkru öðru stríði heims, kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Samkvæmt skýrslunni týndu alls 3.709 óbreyttir borgarar lífi í átökunum í landinu í október, sem jafnframt eru fleiri en nokkurn tímann síðan Bandaríkin réðust inn í landið árið 2003.

Í skýrslunni, sem kynnt var á blaðamannafundi í Bagdad, segir að áhrifa uppreisnarmanna gæti sífellt meir og að pyntingar séu daglegt brauð, þrátt fyrir yfirlýsingar Íraksstjórnar um að taka á mannréttindabrotum.

„Hundruð mannslíka héldu áfram að finnast víðs vegar um Bagdad, handjárnuð, með bundið fyrir augun og báru þau merki um pyntingar og dráp eins og um aftökur væri að ræða,“ segir í skýrslunni. „Mörg vitni tilkynntu að árásarmennirnir klæddust ... lögreglu- og hermannabúningum.“

Talsmaður Íraksstjórnar sagði skýrsluna vera „ónákvæma og ýkta,“ því „hún er ekki byggð á opinberum gögnum ríkisstjórnarinnar.“

Alls hafa 2.866 bandarískir hermenn farist í átökunum í Írak, mun færri en hinir óbreyttu sem létust í októbermánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×