Endursköpun Bítlanna Freyr Bjarnason skrifar 22. nóvember 2006 11:45 Bítlarnir spila í þætti Eds Sullivan á CBS-sjónvarpsstöðinni í New York árið 1964. MYND/AP Ný og endurhljóðblönduð plata Bítlanna, Love, kom út fyrir stuttu, fjölmörgum aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. George Martin, sem var upptökustjóri sveitarinnar, og sonur hans Giles þykja hafa unnið stórvirki með útgáfunni. Lögin á plötunni voru upphaflega notuð í sýningunni vinsælu Cirque du Soleil í Las Vegas. Hin endurhljóðblandaða plata með sömu lögum hefur að geyma 78 mínútur af tónlist og eru lögin alls yfir þrjátíu, þar á meðal slagararnir heimsþekktu Get Back, Eleanor Rigby, I Am the Walrus, Something, Help!, Blackbird, Strawberry Fields Forever, Hey Jude og All You Need is Love. Er sumum lögunum blandað saman á óhefðbundinn hátt í nokkurs konar Bítlasyrpu auk þess sem tenging er á milli allra laganna svo að platan hljómi eins og samofin heild.Þessi mynd var tekin af hinum fjórum fræknu í febrúar árið 1968.MYND/APFullkomið traust Eftir að George Martin hafði talað við eftirlifandi meðlimi Bítlanna og fjölskyldur þeirra Johns Lennon og George Harrison fékk hann leyfi til að vinna með tónlistina við Cirque du Soleil á sinn hátt með hjálp sonar síns. „Við hvöttum George til að leika sér með lögin eins mikið og hann vildi," sagði Paul McCartney og Ringo bætti við: „Við eyddum miklum tíma með honum í gamla daga og treystum honum því fullkomlega til að gera þetta." Sjálfur segir Martin að það hafi vakið upp gamlar tilfinningar að grafa upp þessar upptökur sem höfðu legið í dvala í langan tíma. „Ég hafði Giles með mér sem var mjög mikilvægt. Það fyrsta sem hann gerði var að færa alla tónlistina yfir á harðan disk til að varðveita hana. Sumar þessara upptaka voru mjög viðkvæmar enda orðnar fjörutíu ára gamlar," sagði hann.Bítlarnir sameinaðir Bæði Sir Paul McCartney og Ringo Starr hafa lýst yfir ánægju sinni með plötuna og segja hana ennþá betri en þeir áttu von á. „Þessi plata sameinar Bítlana á nýjan leik, vegna þess að skyndilega eru þarna John, George, ég og Ringo," sagði McCartney. „Það kom okkur öllum á óvart hversu vel þetta gekk upp. Var það að hluta til vegna þessu hversu vel þeir stóðu sig [George og Giles] og líka vegna þess hversu vel okkur gekk í upphaflegu tökunum." Ringo var á sama máli: „Það voru mjög litlar breytingar gerðar af okkar hálfu vegna þess að þeir stóður sig einfaldlega svo vel," sagði hann um feðgana. „Platan er mjög kraftmikil og ég heyrði meira að segja ýmislegt sem ég var búinn að gleyma að við hefðum tekið upp."Fyrrverandi upptökustjóri Bítlanna þykir hafa unnið mikið afrek með nýju plötunni, Love.Töfrum líkast Paul McCartney segir að Bítlarnir hafi notið góðs af aukinni tækni, sem var ekki til staðar þegar þeir voru og hétu. „Með því að hreinsa lögin upp heyrðist meira af því sem var tekið upp, til dæmis heyrist gítarhljómurinn betur núna án allra aukahljóðanna. Ég hef líkt þessari útgáfu við stórmenni á borð við Churchill og og merka rithöfunda á borð við Tolstoj. Upprunalegu skjölin þeirra eru geymd á söfnum og verða sífellt verr farin með árunum en Bítlalögin verða bara flottari, nýrri og hreinni og það er töfrum líkast." Engin helgispjöllMcCartney gerir sér grein fyrir því að mörgum aðdáendum Bítlanna finnst það hálfgerð helgispjöll að eiga svona við gömlu góðu lögin. Hvetur hann þessa sömu aðdáendur til að spila þá bara gömlu plöturnar og hætta að setja út á þessa nýjung. „Mér finnst þetta frábært og ég sé ekkert athugavert við þetta. Með því að gefa okkar leyfi fyrir þessu verkefni er augljóst að við höfum ekkert á móti því að hreinsa lögin upp á þennan hátt. „Hreintrúarfólkið" heldur sig bara við gamla hljóminn en hinir sem vilja hlusta á lögin í hreinni útgáfu gera það bara," sagði hann. Ringo er sammála Mccartney og segir þessa plötu algjörlega nýja reynslu. „Hið ótrúlega varðandi Bítlana er að þeir hljóma enn nútímalegir enda eru margar hljómsveitir sem reyna að hljóma eins. Besta gjöfin sem við skildum eftir okkur er þessi ótrúlega tónlist, sem á svo vel við enn þann dag í dag." Menning Tónlist Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ný og endurhljóðblönduð plata Bítlanna, Love, kom út fyrir stuttu, fjölmörgum aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. George Martin, sem var upptökustjóri sveitarinnar, og sonur hans Giles þykja hafa unnið stórvirki með útgáfunni. Lögin á plötunni voru upphaflega notuð í sýningunni vinsælu Cirque du Soleil í Las Vegas. Hin endurhljóðblandaða plata með sömu lögum hefur að geyma 78 mínútur af tónlist og eru lögin alls yfir þrjátíu, þar á meðal slagararnir heimsþekktu Get Back, Eleanor Rigby, I Am the Walrus, Something, Help!, Blackbird, Strawberry Fields Forever, Hey Jude og All You Need is Love. Er sumum lögunum blandað saman á óhefðbundinn hátt í nokkurs konar Bítlasyrpu auk þess sem tenging er á milli allra laganna svo að platan hljómi eins og samofin heild.Þessi mynd var tekin af hinum fjórum fræknu í febrúar árið 1968.MYND/APFullkomið traust Eftir að George Martin hafði talað við eftirlifandi meðlimi Bítlanna og fjölskyldur þeirra Johns Lennon og George Harrison fékk hann leyfi til að vinna með tónlistina við Cirque du Soleil á sinn hátt með hjálp sonar síns. „Við hvöttum George til að leika sér með lögin eins mikið og hann vildi," sagði Paul McCartney og Ringo bætti við: „Við eyddum miklum tíma með honum í gamla daga og treystum honum því fullkomlega til að gera þetta." Sjálfur segir Martin að það hafi vakið upp gamlar tilfinningar að grafa upp þessar upptökur sem höfðu legið í dvala í langan tíma. „Ég hafði Giles með mér sem var mjög mikilvægt. Það fyrsta sem hann gerði var að færa alla tónlistina yfir á harðan disk til að varðveita hana. Sumar þessara upptaka voru mjög viðkvæmar enda orðnar fjörutíu ára gamlar," sagði hann.Bítlarnir sameinaðir Bæði Sir Paul McCartney og Ringo Starr hafa lýst yfir ánægju sinni með plötuna og segja hana ennþá betri en þeir áttu von á. „Þessi plata sameinar Bítlana á nýjan leik, vegna þess að skyndilega eru þarna John, George, ég og Ringo," sagði McCartney. „Það kom okkur öllum á óvart hversu vel þetta gekk upp. Var það að hluta til vegna þessu hversu vel þeir stóðu sig [George og Giles] og líka vegna þess hversu vel okkur gekk í upphaflegu tökunum." Ringo var á sama máli: „Það voru mjög litlar breytingar gerðar af okkar hálfu vegna þess að þeir stóður sig einfaldlega svo vel," sagði hann um feðgana. „Platan er mjög kraftmikil og ég heyrði meira að segja ýmislegt sem ég var búinn að gleyma að við hefðum tekið upp."Fyrrverandi upptökustjóri Bítlanna þykir hafa unnið mikið afrek með nýju plötunni, Love.Töfrum líkast Paul McCartney segir að Bítlarnir hafi notið góðs af aukinni tækni, sem var ekki til staðar þegar þeir voru og hétu. „Með því að hreinsa lögin upp heyrðist meira af því sem var tekið upp, til dæmis heyrist gítarhljómurinn betur núna án allra aukahljóðanna. Ég hef líkt þessari útgáfu við stórmenni á borð við Churchill og og merka rithöfunda á borð við Tolstoj. Upprunalegu skjölin þeirra eru geymd á söfnum og verða sífellt verr farin með árunum en Bítlalögin verða bara flottari, nýrri og hreinni og það er töfrum líkast." Engin helgispjöllMcCartney gerir sér grein fyrir því að mörgum aðdáendum Bítlanna finnst það hálfgerð helgispjöll að eiga svona við gömlu góðu lögin. Hvetur hann þessa sömu aðdáendur til að spila þá bara gömlu plöturnar og hætta að setja út á þessa nýjung. „Mér finnst þetta frábært og ég sé ekkert athugavert við þetta. Með því að gefa okkar leyfi fyrir þessu verkefni er augljóst að við höfum ekkert á móti því að hreinsa lögin upp á þennan hátt. „Hreintrúarfólkið" heldur sig bara við gamla hljóminn en hinir sem vilja hlusta á lögin í hreinni útgáfu gera það bara," sagði hann. Ringo er sammála Mccartney og segir þessa plötu algjörlega nýja reynslu. „Hið ótrúlega varðandi Bítlana er að þeir hljóma enn nútímalegir enda eru margar hljómsveitir sem reyna að hljóma eins. Besta gjöfin sem við skildum eftir okkur er þessi ótrúlega tónlist, sem á svo vel við enn þann dag í dag."
Menning Tónlist Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira