Einfalt og hrífandi gospel 17. nóvember 2006 16:30 Eiríkur, Páll Óskar og Margrét Eir Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi. Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi.
Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira