Er gullöldin að líða undir lok? 17. nóvember 2006 09:30 The Game Spjarar sig ágætlega án 50 Cent og Dr. Dre. Það hefur farið minna fyrir hiphop-tónlist á plötusölulistum í ár heldur en undanfarin ár. Nú eru hins vegar að koma út nýjar plötur með nokkrum af stærstu nöfnunum í rappinu. Vesturstrandarrapparinn The Game sendi frá sér plötu númer tvö, The Doctor's Advocate, nú í vikunni og í næstu viku koma nýjar plötur frá Snoop Dogg og Jay-Z. Trausti Júlíusson tók stöðuna. Undanfarin ár hafa mest seldu plöturnar vestanhafs verið hip-hop-plötur. Mest hefur farið fyrir Eminem og 50 Cent, en fleiri hafa náð að selja mjög vel. Árið 2006 hefur enn ekki skilað neinni hip-hop-metsöluplötu. Það gæti þó breyst þar sem nokkrar stórar útgáfur koma út þessa dagana. P. Diddy sendi nýlega frá sér plötuna Press Play sem fór beint á toppinn á Billboard-listanum og nú í vikunni kom út ný plata með The Game.Slettist upp á vinskapinn við Dr. DreJay Z Kóngurinn gat ekki haldið sig frá tónlistinni.The Game heitir réttu nafni Jayceon Taylor og kemur frá hinu alræmda Compton-hverfi í Los Angeles. Hann sló í gegn með plötunni The Documentary sem kom út í fyrra. Fín plata sem var unnin undir stjórn Dr. Dre og 50 Cent. The Game (fékk í sig 5 byssuskot 2001) og 50 Cent (9 skot í kroppinn 2000) voru mestu mátar þangað til The Game neitaði að taka afstöðu með 50 í deilum hans við Nas, Jadakiss og fleiri rappara. Þá sparkaði 50 honum úr G-Unit klíkunni. Dr. Dre sem var maðurinn á bak við velgengni bæði 50 Cent og The Game fékk þá til að sættast, en The Game réði ekki við sig og hæddist að G-Unit (sem hann kallaði G-Unot) á tónleikum sumarið 2005. Þá fór Dr. Dre í fýlu og nýja platan, The Doctor's Advocate, er þess vegna gerð algerlega án hans aðstoðar. Ósvikið vesturstrandarrappÞó að The Doctor's Advocate sé gerð án Dr. Dre þá er samt fullt af frægum upptökustjórum á henni, þ.á.m. Just Blaze, Scott Storch, Kanye West, will.i.am og Swizz Beatz. Og Nas, Snoop Dogg, Xzibit og Jamie Foxx eru á meðal gesta. The Game hefur flotta rödd og gott flæði, en hann hefur aldrei verið sérstaklega orðlipur. Textarnir eru frekar grunnir og einhæfir og fjalla aðallega um tíkur og krónik. Tónlistin er hins vegar ósvikið vesturstrandarrapp, hæfilega G-fönk skotin og dansvæn. Ekki alveg jafn vel heppnuð plata og The Documentary, en fín samt. Eins og margir muna þá sat The Game á hrúgu af bíldekkjum framan á umslaginu á The Documentary. Hann situr líka á dekkjahrúgu framan á nýju plötunni. Hvað ætli sé málið með þessi bíldekk? Jay-Z hættir við að hættaNew York rappkóngurinn Jay-Z tilkynnti eins og kunnugt er að hann væri hættur að búa til tónlist eftir gerð The Black Album árið 2003. Hann ætlaði að einbeita sér að því að stýra Def Jam útgáfunni og fatamerkinu Rocawear (sem velti 300 milljónum dollara 2004). Hann gat hins vegar ekki haldið sig frá tónlistinni og ný plata með honum, Kingdom Come, er væntanleg í næstu viku. Jay-Z er einn af færustu röppurum sögunnar. Hann er frægur fyrir það að skrifa aldrei rímurnar sínar niður á blað. Hann geymir þær í hausnum og svo rennur snilldin upp úr honum þegar á þarf að halda.Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West, The Neptunes og Swizz Beatz eru á meðal upptökustjóra á Kingdom Come og Pharrell, Usher, Beyoncé og John Legend á meðal gesta. Ekkert af þessu kemur sérstaklega á óvart. Það gerir hins vegar söngvarinn í síðasta laginu: Chris Martin. Það er margt mjög flott á Kingdom Come. Ekki samt lokalagið.Snoop, Nas og Eminem með nýjar plöturOg það er von á fleiri stórum hip-hop-plötum á árinu. Snoop er með nýja plötu í næstu viku, nýju Nas-plötunni hefur verið frestað, en hún á samt að koma í desember og svo kemur ný plata frá Eminem, The Re-Up, 4. desember. Það er mix-plata unnin af DJ Whoo-Kid með fullt af nýju Eminem-efni... Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það hefur farið minna fyrir hiphop-tónlist á plötusölulistum í ár heldur en undanfarin ár. Nú eru hins vegar að koma út nýjar plötur með nokkrum af stærstu nöfnunum í rappinu. Vesturstrandarrapparinn The Game sendi frá sér plötu númer tvö, The Doctor's Advocate, nú í vikunni og í næstu viku koma nýjar plötur frá Snoop Dogg og Jay-Z. Trausti Júlíusson tók stöðuna. Undanfarin ár hafa mest seldu plöturnar vestanhafs verið hip-hop-plötur. Mest hefur farið fyrir Eminem og 50 Cent, en fleiri hafa náð að selja mjög vel. Árið 2006 hefur enn ekki skilað neinni hip-hop-metsöluplötu. Það gæti þó breyst þar sem nokkrar stórar útgáfur koma út þessa dagana. P. Diddy sendi nýlega frá sér plötuna Press Play sem fór beint á toppinn á Billboard-listanum og nú í vikunni kom út ný plata með The Game.Slettist upp á vinskapinn við Dr. DreJay Z Kóngurinn gat ekki haldið sig frá tónlistinni.The Game heitir réttu nafni Jayceon Taylor og kemur frá hinu alræmda Compton-hverfi í Los Angeles. Hann sló í gegn með plötunni The Documentary sem kom út í fyrra. Fín plata sem var unnin undir stjórn Dr. Dre og 50 Cent. The Game (fékk í sig 5 byssuskot 2001) og 50 Cent (9 skot í kroppinn 2000) voru mestu mátar þangað til The Game neitaði að taka afstöðu með 50 í deilum hans við Nas, Jadakiss og fleiri rappara. Þá sparkaði 50 honum úr G-Unit klíkunni. Dr. Dre sem var maðurinn á bak við velgengni bæði 50 Cent og The Game fékk þá til að sættast, en The Game réði ekki við sig og hæddist að G-Unit (sem hann kallaði G-Unot) á tónleikum sumarið 2005. Þá fór Dr. Dre í fýlu og nýja platan, The Doctor's Advocate, er þess vegna gerð algerlega án hans aðstoðar. Ósvikið vesturstrandarrappÞó að The Doctor's Advocate sé gerð án Dr. Dre þá er samt fullt af frægum upptökustjórum á henni, þ.á.m. Just Blaze, Scott Storch, Kanye West, will.i.am og Swizz Beatz. Og Nas, Snoop Dogg, Xzibit og Jamie Foxx eru á meðal gesta. The Game hefur flotta rödd og gott flæði, en hann hefur aldrei verið sérstaklega orðlipur. Textarnir eru frekar grunnir og einhæfir og fjalla aðallega um tíkur og krónik. Tónlistin er hins vegar ósvikið vesturstrandarrapp, hæfilega G-fönk skotin og dansvæn. Ekki alveg jafn vel heppnuð plata og The Documentary, en fín samt. Eins og margir muna þá sat The Game á hrúgu af bíldekkjum framan á umslaginu á The Documentary. Hann situr líka á dekkjahrúgu framan á nýju plötunni. Hvað ætli sé málið með þessi bíldekk? Jay-Z hættir við að hættaNew York rappkóngurinn Jay-Z tilkynnti eins og kunnugt er að hann væri hættur að búa til tónlist eftir gerð The Black Album árið 2003. Hann ætlaði að einbeita sér að því að stýra Def Jam útgáfunni og fatamerkinu Rocawear (sem velti 300 milljónum dollara 2004). Hann gat hins vegar ekki haldið sig frá tónlistinni og ný plata með honum, Kingdom Come, er væntanleg í næstu viku. Jay-Z er einn af færustu röppurum sögunnar. Hann er frægur fyrir það að skrifa aldrei rímurnar sínar niður á blað. Hann geymir þær í hausnum og svo rennur snilldin upp úr honum þegar á þarf að halda.Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West, The Neptunes og Swizz Beatz eru á meðal upptökustjóra á Kingdom Come og Pharrell, Usher, Beyoncé og John Legend á meðal gesta. Ekkert af þessu kemur sérstaklega á óvart. Það gerir hins vegar söngvarinn í síðasta laginu: Chris Martin. Það er margt mjög flott á Kingdom Come. Ekki samt lokalagið.Snoop, Nas og Eminem með nýjar plöturOg það er von á fleiri stórum hip-hop-plötum á árinu. Snoop er með nýja plötu í næstu viku, nýju Nas-plötunni hefur verið frestað, en hún á samt að koma í desember og svo kemur ný plata frá Eminem, The Re-Up, 4. desember. Það er mix-plata unnin af DJ Whoo-Kid með fullt af nýju Eminem-efni...
Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira