PS3 næstum uppseld í Japan 15. nóvember 2006 07:00 Úr verslun í Tókýó. Hamagangur var í verslunum í Japan þegar sala hófst á PlayStation 3 leikjatölvunni á laugardag. MYND/AFP Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira