Tónlist

Enginn Osbourne

Prins myrkursins ætlar að gefa út plötu með Black Sabbath á næsta ári.
Prins myrkursins ætlar að gefa út plötu með Black Sabbath á næsta ári.

Félagar Ozzy Osbourne úr hljómsveitinni Black Sabbath ætla í tónleikaferð snemma á næsta ári án Ozzys, undir nafninu Heaven and Hell.

Ronnie James Dio verður söngvari hljómsveitarinnar en hann söng með Black Sabbath um tíma á níunda og tíunda áratugnum þegar Ozzy var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar.

Osbourne hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að til sé aðeins ein Black Sabbath og að hann ætli í tónleikaferð með sveitinni undir því nafni seint á næsta ári. Einnig mun ný plata með sveitinni vera fyrirhuguð. „Tony Iommi, fyrsti gítarleikari Sabbath, og Dio eru að vinna saman að verkefni sem hefur ekkert að gera með Black Sabbath,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ozzy óskar Tony og Ronnie góðs gengis í samstarfinu.“

Nýja sveitin, Heaven and Hell, dregur nafn sitt af fyrstu plötunni sem Dio tók upp með Black Sabbath árið 1980.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.