Tónlist

Níu tilnefndir

Michael Stipe og félagar í R.E.M. eru tilnefndir í Frægðarhöll rokksins.
Michael Stipe og félagar í R.E.M. eru tilnefndir í Frægðarhöll rokksins.

Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Stooges og söngkonan Patti Smith eru á meðal þeirra níu nafna sem eru tilnefnd í Frægðarhöll rokksins.

Alls 500 tónlistarsérfræðingar munu velja fimm nöfn úr hópi hinna tilnefndu sem verða innvígð í höllina við hátíðlega athöfn í New York hinn 12. mars. Bæði The Stooges og Patti Smith héldu tónleika hér á landi fyrr á árinu.

Reglur kveða á um að einungis þær hljómsveitir sem gáfu út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir 25 árum eigi rétt á inngöngu í Frægðarhöllina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.