Tónlist

Fyrsta plata Bríetar

 Söngkonan Bríet Sunna er að gefa út sína fyrstu sólóplötu.
Söngkonan Bríet Sunna er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Pjetur

Fyrsta sólóplata Idol-stjörnunnar Bríetar Sunnu Valdemarsdóttur er komin út. Lagið „Bara ef þú kemur með“ hefur verið eitt vinsælasta lag sumarsins og er það að sjálfsögðu að finna á plötunni.

Meðfram því að vinna við gerð plötunnar hefur Bríet Sunna skemmt vítt og breitt um landið og fengið góðar viðtökur hvar sem hún hefur komið.

Einn færasti upptökustjóri landsins, Óskar Páll Sveinsson, stýrði upptökum á plötunni. Hljóðfæraleikarar eru þeir Jóhann Hjörleifsson, Guðmundur Pétursson, Þórir Úlfarsson og Valdimar Kolbeinn Kristinsson.

Bríet Sunna syngur næst í Vestmannaeyjum á laugardaginn á hinu árlega verslunarmannaballi Eyjaskeggja.


Tengdar fréttir

Þriðja plata My Chemical Romance

Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist The Black Parade. My Chemical Romance var stofnuð í New Jersey árið 2001 af þeim Gerard Way, Mikey Way, Bob Bryar, Frank Iero, og Ray Toro. Síðasta plata sveitarinnar, Three Cheers for Sweet Revenge, seldist í tveimur milljónum eintaka og kom sveitinni rækilega á kortið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.