Frumlegur finnskur túlkandi 31. október 2006 14:45 Djarfur túlkandi sem leggur áherslu á ferskleika frumflutningsins Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba.
Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira