Þægilegt og áreynslulaust 31. október 2006 08:00 Bela - Hole and Corner Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira