Nýjar kröfur og nýir tímar í samgöngumálum 26. október 2006 00:01 Þegar litið er til framkvæmda við samgöngumannvirki þjóðarinnar síðustu 10 ár, hvað þá 20 ár, eru eflaust flestir sammála um að miklu hafi verið áorkað hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Þessi fullyrðing er sett fram vegna þess að viðmiðið er ástand veganna fyrir 10 eða 20 árum. Þá voru malarvegir víðar, eiginlega alls staðar nema á þéttbýlisstöðum og rétt út frá þeim. Núna er komið bundið slitlag víða um land þó enn séu eftir langir kaflar með gömlum úreltum malarvegum. Á þessum viðmiðunartíma voru Hvalfjarðargöngin ekki komin, ekki Vestfjarðagöng, ekki göng um Ólafsfjarðarmúla, ekki Fáskrúðsfjarðargöng og ekki göng undir Almannaskarð sem nú eru langt komin. Og framkvæmdir eru hafnar við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Þetta eru a.m.k. sex jarðgöng. Ekki fór heldur mikið fyrir mislægum gatnamótum fyrir 10-20 árum, ég man aðeins eftir brúnum í Kópavogi, sem eru væntanlega ekki mislæg gatnamót, og svo brúm yfir ár og læki. Það er í seinni tíð sem götur eru brúaðar af kappi og byrjað er að tvöfalda þjóðvegi utan þéttbýlis. Hvers vegna er þá endalaus umræða um samgöngumannvirkin okkar og nauðsyn þess að bæta þau? Hafa samgönguyfirvöld ekki staðið sig vel? Svarið er að það hafa þau gert og margt hefur áunnist eins og fyrr segir. Það hefur hins vegar enga þýðingu að miða við ástandið fyrir 10 árum, hvað þá fyrir 20 árum. Staða mála þá var eflaust góð miðað við hvernig samgöngumannvirki voru 10 árum á undan þeim tíma. Það þótti gott að ná því að tengja saman byggðir með einhvers konar vegi til að rjúfa einangrun byggðarlaga og geta farið á milli yfir sumarið. Vetrarsamgöngur voru víða ekki á dagskrá enda samgöngumannvirkin ekki hönnuð til þess. Í dag eru aðrar kröfur, önnur viðhorf og önnur viðmið. Tvöfalda þarf vegi innan og utan þéttbýlisstaða vegna umferðarþunga og umferðaröryggis. Það þarf að breikka vegi og tvöfalda brýr af sömu ástæðum. Og það þarf að gera átak í því að útrýma malarvegum því íbúarnir vilja ekki og eiga ekki að þurfa að aka í moldarsvaði í og úr vinnu, milli byggðarlaga eða jafnvel á milli landssvæða. Það er líka mikilvægt atriði í bættu umferðaröryggi að losa okkur við malarvegina enda verða mörg slys á þeim árlega. Það er hreinlega orðið úrelt að aka um malar- og moldartroðninga og verður hægt að lýsa því síðar meir með svipuðum hætti og Laxness gerir svo eftirminnilega í Innansveitarkroniku sinni þar sem vegfarendur á leið um hlaðið á Hrísbrú brölta í forinni. Samgönguráðherra hefur kallað eftir umræðu og stuðningi við aukið fjármagn til samgöngumála. Því ber að fagna enda verður að auka fjármagn til vegagerðar til að ljúka þeim verkefnum sem hér er lýst og krafa er gerð um. Nýir tímar í samgöngumálum standa fyrir viðurkenningu á auknum kröfum og þörfum. Sem þýðir að malarvegirnir verða að hverfa og í stað þeirra þurfa að koma vegir með bundnu slitlagi, það þýðir tvöföldun þjóðvega og stundum lýsingu þeirra, að jarðgöng eru eðlilegur hluti af vegagerð og umferðarmannvirki þarf að bæta vegna umferðarþunga. Og það þýðir að við þurfum að tileinka okkur þá hugsun að bætt umferðarmannvirki eru fyrir alla landsmenn - sama hvar þau eru á landinu. Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun
Þegar litið er til framkvæmda við samgöngumannvirki þjóðarinnar síðustu 10 ár, hvað þá 20 ár, eru eflaust flestir sammála um að miklu hafi verið áorkað hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Þessi fullyrðing er sett fram vegna þess að viðmiðið er ástand veganna fyrir 10 eða 20 árum. Þá voru malarvegir víðar, eiginlega alls staðar nema á þéttbýlisstöðum og rétt út frá þeim. Núna er komið bundið slitlag víða um land þó enn séu eftir langir kaflar með gömlum úreltum malarvegum. Á þessum viðmiðunartíma voru Hvalfjarðargöngin ekki komin, ekki Vestfjarðagöng, ekki göng um Ólafsfjarðarmúla, ekki Fáskrúðsfjarðargöng og ekki göng undir Almannaskarð sem nú eru langt komin. Og framkvæmdir eru hafnar við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Þetta eru a.m.k. sex jarðgöng. Ekki fór heldur mikið fyrir mislægum gatnamótum fyrir 10-20 árum, ég man aðeins eftir brúnum í Kópavogi, sem eru væntanlega ekki mislæg gatnamót, og svo brúm yfir ár og læki. Það er í seinni tíð sem götur eru brúaðar af kappi og byrjað er að tvöfalda þjóðvegi utan þéttbýlis. Hvers vegna er þá endalaus umræða um samgöngumannvirkin okkar og nauðsyn þess að bæta þau? Hafa samgönguyfirvöld ekki staðið sig vel? Svarið er að það hafa þau gert og margt hefur áunnist eins og fyrr segir. Það hefur hins vegar enga þýðingu að miða við ástandið fyrir 10 árum, hvað þá fyrir 20 árum. Staða mála þá var eflaust góð miðað við hvernig samgöngumannvirki voru 10 árum á undan þeim tíma. Það þótti gott að ná því að tengja saman byggðir með einhvers konar vegi til að rjúfa einangrun byggðarlaga og geta farið á milli yfir sumarið. Vetrarsamgöngur voru víða ekki á dagskrá enda samgöngumannvirkin ekki hönnuð til þess. Í dag eru aðrar kröfur, önnur viðhorf og önnur viðmið. Tvöfalda þarf vegi innan og utan þéttbýlisstaða vegna umferðarþunga og umferðaröryggis. Það þarf að breikka vegi og tvöfalda brýr af sömu ástæðum. Og það þarf að gera átak í því að útrýma malarvegum því íbúarnir vilja ekki og eiga ekki að þurfa að aka í moldarsvaði í og úr vinnu, milli byggðarlaga eða jafnvel á milli landssvæða. Það er líka mikilvægt atriði í bættu umferðaröryggi að losa okkur við malarvegina enda verða mörg slys á þeim árlega. Það er hreinlega orðið úrelt að aka um malar- og moldartroðninga og verður hægt að lýsa því síðar meir með svipuðum hætti og Laxness gerir svo eftirminnilega í Innansveitarkroniku sinni þar sem vegfarendur á leið um hlaðið á Hrísbrú brölta í forinni. Samgönguráðherra hefur kallað eftir umræðu og stuðningi við aukið fjármagn til samgöngumála. Því ber að fagna enda verður að auka fjármagn til vegagerðar til að ljúka þeim verkefnum sem hér er lýst og krafa er gerð um. Nýir tímar í samgöngumálum standa fyrir viðurkenningu á auknum kröfum og þörfum. Sem þýðir að malarvegirnir verða að hverfa og í stað þeirra þurfa að koma vegir með bundnu slitlagi, það þýðir tvöföldun þjóðvega og stundum lýsingu þeirra, að jarðgöng eru eðlilegur hluti af vegagerð og umferðarmannvirki þarf að bæta vegna umferðarþunga. Og það þýðir að við þurfum að tileinka okkur þá hugsun að bætt umferðarmannvirki eru fyrir alla landsmenn - sama hvar þau eru á landinu. Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun