Þjóð að tala við sjálfa sig 26. október 2006 00:01 Hvort eiga fjölmiðlar að leitast við að sýna samfélagið eins og það er, eða eins og þeim finnst það eigi að vera? Í mínum huga er ekki nokkur efi um að hið fyrrnefnda er grundvallarskylda fjölmiðla. Þeir blaðamenn og fréttamenn sem ekki treysta sér til að undirgangast þær kvaðir sem því fylgja, heldur kjósa þess í stað að flytja fréttir eins og þeim finnst að hlutirnir eigi að vera, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, bregðast með því trúnaði við lesendur, áhorfendur og hlustendur sína. Í Kastljósi í fyrradag og í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við móður poppstjörnunnar Dr. Mister. Í þessum viðtölum kom fram sú skoðun að fjölmiðlar hafi veitt lífstíl sonar hennar of mikla athygli, sem sé slæmt fyrir hann sjálfan og ábyrgðarlaust gagnvart unglingum sem eru aðdáendur hljómsveitar sonarins. Ástæðan er að Dr. Mister, eða Ívar Örn Kolbeinsson eins og hann heitir réttu nafni, hefur í viðtölum gefið út stórkarlalegar yfirlýsingar um taumlaust líferni sitt, kynlíf, sukk og ómælda kókaínást. Nú vill svo til að Ívar Örn/Dr. Mister er ekki sköpunarverk fjölmiðla. Þeir sem bera ábyrgð á því hvernig hann kýs að lifa sínu lífi eru einhverjir allt aðrir. Ívar Örn komst í sviðsljósið vegna þess að hann er annar helmingurinn í vinsælli hljómsveit sem heitir Dr. Mister & Mister Handsome. Ívar er fyrir sitt leyti fulltrúi ákveðins skika af íslensku samfélagi sem hverfur ekki þótt vissir fjölmiðlar kjósi að fjalla ekki um það. Og það er ekkert nýtt að kynlíf, dóp og rokk og ról þyki umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Bubbi Morthens hefur til dæmis allt frá því að hann kom fram á sjónarsviðið fyrir tæpum þremur áratugum fjallað opinskátt um alla þessa þætti lífs sins. Nýjasta viðtalið við Ívar Örn, sem birtist í vikublaðinu Sirkus, var hvorki töff né kúl. Það var sorglegur vitnisburður um ungan mann sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt á háu stigi. Við megum ekki gleyma því að Ívar Örn gerir ekkert tilkall til að vera fyrirmynd annarra um hvernig á að hegða sér. Einstaka fótboltamenn og poppstjörnur geta haft áhrif á hvernig börn og ungt fólk klippir sig og klæðir en þegar kemur að því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, sækja börnin fyrirmyndir sínar til sinna nánustu. Þar liggur hin eiginlega ábyrgð. Gott dagblað, geri ég ráð fyrir, er þjóð að tala við sjálfa sig, sagði bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller fyrir um 35 árum. Hugsunin sem felst í orðum Millers er sú sama og þegar talað er um að góður fjölmiðill sé spegill á það samfélag sem hann starfar innan. Og það gildir líka þótt myndin sem blasir við í speglinum sé ekki alltaf fögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Hvort eiga fjölmiðlar að leitast við að sýna samfélagið eins og það er, eða eins og þeim finnst það eigi að vera? Í mínum huga er ekki nokkur efi um að hið fyrrnefnda er grundvallarskylda fjölmiðla. Þeir blaðamenn og fréttamenn sem ekki treysta sér til að undirgangast þær kvaðir sem því fylgja, heldur kjósa þess í stað að flytja fréttir eins og þeim finnst að hlutirnir eigi að vera, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, bregðast með því trúnaði við lesendur, áhorfendur og hlustendur sína. Í Kastljósi í fyrradag og í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við móður poppstjörnunnar Dr. Mister. Í þessum viðtölum kom fram sú skoðun að fjölmiðlar hafi veitt lífstíl sonar hennar of mikla athygli, sem sé slæmt fyrir hann sjálfan og ábyrgðarlaust gagnvart unglingum sem eru aðdáendur hljómsveitar sonarins. Ástæðan er að Dr. Mister, eða Ívar Örn Kolbeinsson eins og hann heitir réttu nafni, hefur í viðtölum gefið út stórkarlalegar yfirlýsingar um taumlaust líferni sitt, kynlíf, sukk og ómælda kókaínást. Nú vill svo til að Ívar Örn/Dr. Mister er ekki sköpunarverk fjölmiðla. Þeir sem bera ábyrgð á því hvernig hann kýs að lifa sínu lífi eru einhverjir allt aðrir. Ívar Örn komst í sviðsljósið vegna þess að hann er annar helmingurinn í vinsælli hljómsveit sem heitir Dr. Mister & Mister Handsome. Ívar er fyrir sitt leyti fulltrúi ákveðins skika af íslensku samfélagi sem hverfur ekki þótt vissir fjölmiðlar kjósi að fjalla ekki um það. Og það er ekkert nýtt að kynlíf, dóp og rokk og ról þyki umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Bubbi Morthens hefur til dæmis allt frá því að hann kom fram á sjónarsviðið fyrir tæpum þremur áratugum fjallað opinskátt um alla þessa þætti lífs sins. Nýjasta viðtalið við Ívar Örn, sem birtist í vikublaðinu Sirkus, var hvorki töff né kúl. Það var sorglegur vitnisburður um ungan mann sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt á háu stigi. Við megum ekki gleyma því að Ívar Örn gerir ekkert tilkall til að vera fyrirmynd annarra um hvernig á að hegða sér. Einstaka fótboltamenn og poppstjörnur geta haft áhrif á hvernig börn og ungt fólk klippir sig og klæðir en þegar kemur að því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, sækja börnin fyrirmyndir sínar til sinna nánustu. Þar liggur hin eiginlega ábyrgð. Gott dagblað, geri ég ráð fyrir, er þjóð að tala við sjálfa sig, sagði bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller fyrir um 35 árum. Hugsunin sem felst í orðum Millers er sú sama og þegar talað er um að góður fjölmiðill sé spegill á það samfélag sem hann starfar innan. Og það gildir líka þótt myndin sem blasir við í speglinum sé ekki alltaf fögur.