Þorvaldur ekki með í Eurovision 25. október 2006 00:01 Magni söng lagið Sæmi rokk í fyrra og útilokar ekki þátttöku ef rétta lagið berst. Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova. Rock Star Supernova Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova.
Rock Star Supernova Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira