Afskiptaleysið verður dýrkeypt 24. október 2006 00:01 Mála sannast er að þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum. Þó að skólarnir hafi sannarlega þróast eins og annað bendir margt til að þeir hafi ekki í nægjanlega ríkum mæli tekið mið af nýjum samfélagsháttum. Þeir eru bundnir í kerfi sem um margt er of svifaseint. Hegðunarvandi er eitt af einkennum nútímasamfélagsins. Agaleysi og eirðarleysi blasir við hvert sem augum er litið. Síðustu mánuði hefur kastljósinu verið beint að bágri umferðarmenningu. Hún er þó aðeins eitt dæmi um rótgróinn hegðunarvanda. Í frétt í þessu blaði liðinn sunnudag er greint frá markverðri rannsókn á hegðunar- og agavandamálum í grunnskólum. Könnunin er unnin af prófessor Ingvari Sigurgeirssyni og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra við Kennaraháskólann. Í ljós kemur að í fimmtungi skólanna hvíla agavandamál þungt á starfsfólki. Í öðrum fimmtungi er vandi af þessu tagi hins vegar hverfandi. Þessi einfalda tölfræði sýnir með afar glöggum hætti að hér er um að ræða viðfangsefni sem ekki er unnt að loka augunum fyrir. Mikilvægast af öllu er að kerfið sjálft standi ekki í vegi fyrir breytingum. Skólastarfið á að fara fram á forsendum barnanna. Skólarnir eru fyrir þau. Mikilvægt er að þeir séu uppteknir af börnunum en ekki sjálfum sér. Höfundar könnunarinnar benda á að sálfræðingar eru meira og minna bundnir við að greina vanda. Þeir hafa því ekki tíma til að vinna með börnum til að bæta líðan þeirra. Það er einnig athyglivert að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra og barna jákvætt og foreldrastarf öflugt. Dæmi komu fram um að hegðun barna sem greind voru með agavanda batnaði við það eitt að skipta um skóla. Niðurstaða þeirra sem gerðu rannsóknina var sú að bæta þyrfti skólana og breyta starfsháttum með tilliti til þess hversu gríðarlega viðvera barna hefur aukist. Hér eru send skýr skilaboð sem taka þarf mark á. Skólastarfið þarf einfaldlega að fella betur en verið hefur að nýjum þjóðlífsháttum. Dagleg viðvera barna í leikskólum og grunnskólum hefur lengst, meðal annars vegna aukinnar atvinnuþátttöku beggja foreldra. Þeirri þróun á ekki að snúa við. En bæði heimilin og skólarnir verða hins vegar að taka á þeim viðfangsefnum sem leiða þar af. Og atvinnufyrirtækin eru ekki undanskilin þegar leita á lausna. Að gefnu þessu tilefni er sérstök ástæða til að beina athygli að þeim skólum sem náð hafa bestum árangri varðandi aga og hegðun. Í því sambandi má til að mynda nefna Hjallastefnuna. Hún rekur bæði leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu aldurshópana þar sem farnar hafa verið nýjar leiðir með augljósum árangri. Hér er um sjálfstætt starfandi skóla að ræða þar sem nýjar hugmyndir og frumkvæði að nýjum lausnum hafa fengið greiðan framgang. Með breyttri löggjöf hefur sjálfstætt starfandi skólum verið gefið aukið svigrúm. Mikilvægt er að auðga flóru skólasamfélagsins með þessum hætti. Atvinnufyrirtæki mættu gefa fjárfestingum á því sviði meiri gaum en verið hefur. Víst er að afskiptaleysi um þessi efni verður keypt dýru verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Mála sannast er að þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum. Þó að skólarnir hafi sannarlega þróast eins og annað bendir margt til að þeir hafi ekki í nægjanlega ríkum mæli tekið mið af nýjum samfélagsháttum. Þeir eru bundnir í kerfi sem um margt er of svifaseint. Hegðunarvandi er eitt af einkennum nútímasamfélagsins. Agaleysi og eirðarleysi blasir við hvert sem augum er litið. Síðustu mánuði hefur kastljósinu verið beint að bágri umferðarmenningu. Hún er þó aðeins eitt dæmi um rótgróinn hegðunarvanda. Í frétt í þessu blaði liðinn sunnudag er greint frá markverðri rannsókn á hegðunar- og agavandamálum í grunnskólum. Könnunin er unnin af prófessor Ingvari Sigurgeirssyni og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra við Kennaraháskólann. Í ljós kemur að í fimmtungi skólanna hvíla agavandamál þungt á starfsfólki. Í öðrum fimmtungi er vandi af þessu tagi hins vegar hverfandi. Þessi einfalda tölfræði sýnir með afar glöggum hætti að hér er um að ræða viðfangsefni sem ekki er unnt að loka augunum fyrir. Mikilvægast af öllu er að kerfið sjálft standi ekki í vegi fyrir breytingum. Skólastarfið á að fara fram á forsendum barnanna. Skólarnir eru fyrir þau. Mikilvægt er að þeir séu uppteknir af börnunum en ekki sjálfum sér. Höfundar könnunarinnar benda á að sálfræðingar eru meira og minna bundnir við að greina vanda. Þeir hafa því ekki tíma til að vinna með börnum til að bæta líðan þeirra. Það er einnig athyglivert að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra og barna jákvætt og foreldrastarf öflugt. Dæmi komu fram um að hegðun barna sem greind voru með agavanda batnaði við það eitt að skipta um skóla. Niðurstaða þeirra sem gerðu rannsóknina var sú að bæta þyrfti skólana og breyta starfsháttum með tilliti til þess hversu gríðarlega viðvera barna hefur aukist. Hér eru send skýr skilaboð sem taka þarf mark á. Skólastarfið þarf einfaldlega að fella betur en verið hefur að nýjum þjóðlífsháttum. Dagleg viðvera barna í leikskólum og grunnskólum hefur lengst, meðal annars vegna aukinnar atvinnuþátttöku beggja foreldra. Þeirri þróun á ekki að snúa við. En bæði heimilin og skólarnir verða hins vegar að taka á þeim viðfangsefnum sem leiða þar af. Og atvinnufyrirtækin eru ekki undanskilin þegar leita á lausna. Að gefnu þessu tilefni er sérstök ástæða til að beina athygli að þeim skólum sem náð hafa bestum árangri varðandi aga og hegðun. Í því sambandi má til að mynda nefna Hjallastefnuna. Hún rekur bæði leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu aldurshópana þar sem farnar hafa verið nýjar leiðir með augljósum árangri. Hér er um sjálfstætt starfandi skóla að ræða þar sem nýjar hugmyndir og frumkvæði að nýjum lausnum hafa fengið greiðan framgang. Með breyttri löggjöf hefur sjálfstætt starfandi skólum verið gefið aukið svigrúm. Mikilvægt er að auðga flóru skólasamfélagsins með þessum hætti. Atvinnufyrirtæki mættu gefa fjárfestingum á því sviði meiri gaum en verið hefur. Víst er að afskiptaleysi um þessi efni verður keypt dýru verði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun