Ævintýralegur endir í Safamýrinni 22. október 2006 11:45 stopp Pavla Plaminkova reynir hér að stöðva Söru Sigurðardóttur í leik Fram og ÍBV í gær. MYND/Pjetur Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir. Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir.
Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti